27.4.2007 | 22:44
Spennandi eða ekki?
Þessi kosningabarátta er búin að vera mjög spennandi að mér finnst en nú er heldur farið að draga úr. Fylgi flokkana er alltof fyrirsjáanlegt, eða það hlýtur að vera þegar maður eins og ég get séð fyrir.
Þessi könnun er allavega alveg í stíl við það sem ég hélt að myndi verða og ef ég get spáð fyrir um breytingar sem verða við næstu könnun þá er ég hættur þessu.
En prófum einu sinni enn .
Ég gæti haldið að D og S muni tapa örlítið meira fylgi fram að kosningum og B og V muni halda áfram að bæta örlitlu við sig. Sem sagt sama þróun og nú á milli kannana. Hef ekki trú á þó Helgi Seljan hafi lagt Jónínu Bjarmarz í einelti að það hafi verulega áhrif á B. Þótti hann gera sig endanlega að fífli þegar hann fór að finna að því í Kastljósþætti kvöldsins að Jónína hefði leiðbent stelpunni hvar og hvernig ætti sækja um ríkisborgararéttinn. Það væri nú ljóta ef það væri bannað
En aftur að kosningunum. Þegar kemur svo að kosningunum sjálfum mun S ná einhverju fylgi aftur af V og enda upp undir 25 % meðan að V fer aðeins niður fyrir 20%. Framsókn mun ná örlitlu í viðbót frá D. B=12% D= 38%. Því miður mun F sennilega ná inn einhverjum mönnum en það verður minna en síðast.
En ég ætti kannski ekkert að vera kjafta þessu og eyðileggja spennuna fyrir ykkur
Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Framsókn gæti grætt á vandræðum Jónínu... samúðarfylgi
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 01:41
D 38% B 15% S 22% V 21% F 4%
Anton Þór Harðarson, 30.4.2007 kl. 16:22
D 35% B 12% S 25% V 22% F 6% Samk.þessu verða Frjálslindir í oddaaðstöðu því d og b verða með 47% og v og s 47%.Ég vil að báðir ríkisstjórnarfl.fái hvíld,þeir eru búnir að vera lengi þreyttir.Það er mannúðarmál.
Ágúst, þú ert nokkuð fjarskyggn,ég tek þínar tölur alvarlega.
Kristján Pétursson, 30.4.2007 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.