Velferðar- og menntamál

Á stjórnmálafundi Kastljóss í gærkvöldi voru tekin fyrir velferðar- og menntamál.

Ljóst er að stjórnarflokkarnir ríða ekki feitum hesti frá velferðarmálunum síðustu ár og áttu eðlilega Magnús og Guðlaugur erfitt með að svara fyrir það. Hins vegar þykir mér ljóst að hver sem verður við völd eftir kosningarnar í vor þá munu þessi mál verða í forgangi, einungis er spurning um aðferðarfræði en ekki hvort eitthvað verði gert.

Fagna því gríðarlega að það sé stefna allra flokka að fara að meta iðnnám meira en gert hefur verið.

Hef oft sagt sögu af dreng sem ég þekki og ætla að gera það einu sinni enn hér.

Hann er fæddur nánast með bílvél í stað heila. Hann hefur allatíð haft gríðarlegan áhuga á öllu því sem viðkemur bílum og vélum almennt. Þegar hann hins vegar byrjaði í skóla kom fljótt í ljós að hann átti erfitt með að læra á bókina. Þessi drengur hefur nú verið að reyna að verða vélvirki en gengið illa þar sem hann á í basli með bóklegu fögin.

Ég hins vegar hef alltaf átt gott með að læra og er ég næsta viss um það að ég gæti farið og lært vélvirkjun og útskrifast með þokkalega einkun. Fengið flott réttindi og alles en það væri sama hversu mikinn áhuga ég hefði og hvað ég reyndi, ég yrði aldrei eins góður vélvirki eins og þessi drengur er "ólærður" og réttindalaus. Það er eitthvað að skólakerfi sem býður upp á svona mismunun. En það ætla greinilega allir flokkar að taka á þessu eftir kosningar og er það gott.

Annars er fátt um þennan Kastljós þátt að segja nema það að alltaf þegar ég sé Þorgerði Katrínu í rökræðum og tala um það sem hún hefur gert vel þá hlakkar mig meir og meir til þess er hún tekur við formennsku í Sjálfsstæðisflokknum, vona ég að þess verði ekki lengi að bíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ég tek heilshugar undir þetta hjá þér Ágúst varðandi vandamál drengsins. Í svona dæmi þyrfti jafnvel að hafa bóklegu fögin munnleg.

En á ég ekki að fara kíkja austur til þín

Guðmundur H. Bragason, 26.4.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þú ert alltaf velkominn Gummi

Ágúst Dalkvist, 26.4.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband