Framhald

Verð að byrja á því að biðjast afskökunnar á að hafa farið með vitlaust mál í síðustu bloggfærslu.

Þar held ég því fram að íslendingar eyði 12,9% af launum sínum í matarinnkaup en það rétta er að 12,9% af útgjöldum íslenskra heimila fer í matarinnkaup. Rétt skal vera rétt Smile.

Ekki eru allir sem hafa efni á því að eyða svo litlum hluta af útgjöldunum í matvæli. Frakkar, belgar, ítalir, portúgalir, spánverjar og margir fleiri þurfa að eyða stærri hluta í að fæða sig en íslendingar. Svo illa erum við nú haldin Wink.

En aðeins aftur að frammistöðu frambjóðenda á fundinum í gærkvöli á Hellu.

Kjartan Ólafsson tók þá áhættu, sem pólitíkusar gera of sjaldan, að taka afstöðu og segja sannleikan. Hann sagðist vilja flytja inn nýtt kúakyn, þó hann viti sjálfur að meiri hluti íslendinga er á móti því. Hann skammaði Atla Gíslason, oddvita VG hér í suðurkjördæmi, fyrir að reyna að telja okkur trú um að hægt væri að þjóna landsbyggðinni eins vel og höfuðborgarsvæðinu. Kjartan vildi meina að það yrði seint sem við á landsbyggðinni fengjum háhraða nettengingu, sömu samgöngur og fleira sem fólk hefur á suðvestur horni landsins en þó yrði að gera eins vel og hægt væri. Kjartan tilkynnti líka á fundinum að gróðurhúsabændur fengju rafmagnið á sama grunnverði og álverin. Hins vegar væri flutningurinn síðan dýrari til gróðurhúsabændanna og þess vegna væri verðið hærra til þeirra. Kom þó líka fram í máli hans að álverin væru ekki endilega öll að fá orkuna á sama verði svo ég veit ekki hvaða álver það eru sem þurfa borga sama grunngjald og garðyrkjubændur.

Ingileif var líka nokkuð óhrædd við að taka afstöðu, allavega hvað varðar innflutning á erlendu kúakyni og var hún alfarið á móti því. Hældi mikið íslensku kúnni og mjólkinni sem úr henni kemur.

Það er kannski eigingirni í mér, en mér finnst þetta vera að stærstum hluta mál okkar bænda. Auðvitað gerum við þó ekkert það sem fellur neytendum illa. Kúabændur á Íslandi eru ekki margir og búa með lítinn kúastofn. Ef einhver hópur bænda fer í það að flytja inn erlent erfðaefni þá um leið gera þeir út um ræktun íslensku kýrinnar þar sem að henni má ekki fækka meir til að hægt sé að framrækta hana. Þess vegna er ég á móti því að leift verði að flytja inn erfðaefni nema meirihluti kúabænda sé samþykkur því og er því ekki viðeigandi þessi yfirlýsing Kjartans í málinu. Hins vegar er ég heldur ekki sáttur við það að ef íslenskir bændur sjá ekki fram á að geta búið með íslensku kúna að pólitíkusar setji þeim stólinn fyrir dyrnar hvað varðar innflutning og er því líka yfirlýsing Ingileifar ekki viðeigandi heldur.

Björgvin Sigurðsson stóð sig ótrúlega vel á þessum fundi eins og ég benti á í fyrra bloggi um þennan fund. Nú upplýsti hann sunnlenska bændur um það að samfylkingin vildi ekki, frekar en aðrir flokkar sem þarna voru á fundinum, ganga lengra í tollalækkunum á erlendum landbúnaðarvörum en alþjóðlegir samningar skykkuðu okkur til að gera. Enginn af fulltrúum flokkana gaf þó nokkuð upp um það hvort þeir myndu verja landbúnaðinn í alþjóðlegum samningum. Björgvin tekur greinilega Guðna sér til fyrirmyndar þegar kemur að því að tala um landbúnaðarmál, og er það í flestum tilfellum gott. Hef trú á að Björgvin sé einn af framtíðar leiðtogum Samfylkingarinnar og eigi eftir að standa sig til muna betur sem slíkur en núverandi leiðtogar þess flokks.

Atli Gíslason og Ingileif töluðu mikið um hvað allt væri slæmt á landsbyggðinni. Manni fannst, við að sitja undir ræðum þeirra (þó sérstaklega Ingileifar) að allt væri beinlínis að fara til fjandans. Sem betur fer er það ekki svo. Það er gott að búa út á landi og sennilega betra nú en oftast áður en auðvitað er margt eftir sem þarf að bæta og verður sennilega alltaf svo. Landsbyggðin þarf ekki á því að halda að um hana sé talað eins og þau tvö gerðu, þó ég viti að hjá þeim báðum var það vel meint. Fólk verður þó að gæta þess hvernig það setur málin upp.

Þarf ekki að segja meira held ég um Grétar Mar heldur en ég gerði í síðasta bloggi. Hann á greinilega mikla vinnu eftir við að kynna sér landbúnaðarmál og treysti ég því að hann, sem frambjóðandi stærsta landbúnaðarhéraðs landsins, muni sökkva sér í þá vinnu strax eftir þennan fund.

Gleðilegt er að heyra að öll framboðin eru bændum hliðholl þó þau hafi, að manni finnist, mis gáfulegar stefnur í landbúnaðarmálum. Greinilegt var þó á þessum fundi að öll vildu þau bændum vel og kann ég þeim þakkir fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég sé Ágúst,að þú metur menn að verðleikum,góð lýsing af þessum fundi,einkanlega fannst mér lýsing þín á málflutningi Björgvins athyglisverð.Mest um vert var að ræðumenn voru bændum hagstæðir.Ég er bóndasonur og vil að bændur fái verðskuldaðan liðstyrk frá öllum flokkum.

Kristján Pétursson, 25.4.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 25.4.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband