Fundur í Árhúsum

Bændasamtökinn boðuðu til fundar í Árhúsum á Hellu í gærkvöldi og voru búnir að smala þangað fulltrúum allra stjórnmálaflokkana, fyrir utan framboð aldraðra, og skyldi nú ræða landbúnaðarmál.

Kjartan Ólafsson var mættur fyrir D, Guðni Ágústsson fyrir B, Björgvin Sigruðsson fyrir S, Atli Gíslason fyrir V, Grétar Mar Jónsson fyrir F og þær Ásta Þorleifsdóttir og Ingileif (man því miður ekki hvers dóttir) voru mættar fyrir I.

Fyrst hélt Þorfinnur Þráinsson stjórnarformaður Búnaðarsambands Suðurlands tölu og fræddi verðandi þingmenn á Suðurlandi um landbúnaðinn í þeirra kjördæmi. Síðan hélt Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands tölu um landbúnaðinn á landsvísu. Komust þeir báðir mjög vel frá því verki. Kom meðal annars fram í máli þeirra að 12,9% launa íslendingsins fer í matarinnkaup og helmingurinn af því fer í að kaupa íslenska matvöru. Það er töluvert minna heldur en margur evrópubúinn gerir.

Kjartan Ólafsson fær 8 í einkun fyrir gærkvöldið. Hann var mjög málefnalegur en eyddi óþarfa tíma í að skamma VG. Mér finnst vera kominn tími til að tilvonandi þingmenn tali um það sem þeir ætli að gera en ekki hvað hinir ætla að gera.

Guðni Ágústsson fær 9. Hann var alveg samur við sig, fólk hló allan tímann meðan hann var í pontu eins og þegar hann t.d. sagði að kratar hefðu riðlast á bændum forðum eins og hrútar á fengitíma LoL

Björgvin verður nú bara að fá 10 held ég þó mér sé það ekki ljúft Wink. Hann kom gríðarlega á óvart á þessum fundi. Samfylkingin er greinilega búin að taka U beyju í landbúnaðarstefnu sinni og er það gott. Batnandi fólki er best að lifa.

Atli Gíslason fær í mesta lagi 7. Hann bakkaði með flest þegar leið á fundinn af því sem hann hafði sagt fyrr. En ég leyfi honum að njóta vafans og gef honum 7 á þeim forsendum að ég hafi misskylið hann í fyrri ræðunum.

Grétar Mar fær 4. Hafði nákvæmlega enga þekkingu á landbúnaðinum og talaði að mestu um sjávarútvegsmál. Hann fær þó fjóra fyrir viðleitnina.

Þær stöllur í Íslandshreyfingunni fá nú bara 0, þá sér í lagi Ingileif. Það var eins hjá þeim og Grétari að þær virtust ekki hafa mikinn skilning á landbúnaði eða bændum eða nokkru því sem að þeim kemur. Við skulum samt gefa Ástu 1 fyrir að viðurkenna það Smile

Blogga kannski frekar um þennan fund síðar þegar betri tími gefst til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

U-beygja hjá Samfylkingunni. Á sem sagt ekki að skera bændur niður við trog heldur bara undan þeim  Er Björgvin búinn að kljúfa Samfylkinguna til að höfða betur til Sunnlenskra bænda? Bíð spenntur eftir update á þetta blogg. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 24.4.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband