22.4.2007 | 19:58
Fundur í sjónvarpssal
Mikið er nú rosalega þreytandi að vera að reyna að hlusta og horfa á tilvonandi þingmenn okkar í sjónvarpi þegar hver gjammar ofan í annan þannig að ekkert er hægt að heyra hvað hver segir. Ótrúlegt að fólk sem býður sig fram til alþingis skuli ekki hafa meiri þroska en þetta.
Björgvin átti nú þann heiður í þessum þætti í dag þar sem að suðurkjördæmið var tekið fyrir að vera yfirgjammarinn. Gat ekki með nokkru móti haldið aftur af sér, græddi væntanlega ekki mörg atkvæði fyrir það. Grétar Mar var hins vegar bara mjög virðulegur í þessum þætti og kom mér það mjög á óvart, hann hefur greinilega tekið þann rétta pól í hæðina að það er ekki til þess fallið að afla fylgis að vera með þann dónaskap að gefa ekki öðrum kost á að tala, batnandi mönnum er best að lifa.
Annars kom voðalega lítið út úr þessum þætti sjónvarpsins í dag. Flestir frambjóðendur stóðu sig nokkuð vel (svona það sem maður fékk að heyra) en auðvitað fannst mér málstaður þeirra mis gáfulegur.
Fagna því að Sjálfsstæðisflokkurinn er enn að bæta við sig ef marka má skoðanakannanir.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Já tek undir þetta með gjammið, alveg óþolandi. Það er samt alltaf gaman að beinum útsendingum og hafa þáttastjórnendur yfirleitt staðið sig vel í því að ganga á eftir svörum við fullyrðingar um ýmsu mál sem þingmannsefnin hafa verið að halda fram...
Herdís Sigurjónsdóttir, 22.4.2007 kl. 20:07
Það sem var að í þættinum voru stjónendurnir, eins og svo oft áður, engin stjórn á málunum og því fer sem fer. "En sínum augum lítur hver silfrið" er óhætt að segja, ekki taldi ég hver greip oftast inní og vel getur verið að "pappakassinn" úr Hafnarfirði hafi gert það eitthvað sjaldnar en aðrir, en hann hafði heldur ekkert að segja og þegar ég hlusta á hann dettur mér alltaf í hug það sem Sigurjón M. Egilsson skrifaði í forystugrein um "Gapuxann", að hann hefði svipaða útgeislun og axlapúði.....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.4.2007 kl. 20:52
Getur þú upplýst mig Agúst út á hvaða mið Sjálfstæðisfl.rær í Suðurlandskjörd. til að afla svona mikils fylgis.Ekki er það skipstjórinn eða hinn "landskunni"stýrimaður,það er erfitt að láta sér detta eitthvað vitrænt í hug til að skýra niðurstöðu þessarar könnunar.Þú ert glöggur maður og dálítið fjarskyggn,reyndu samt ekki að skýra þetta fyrir mér út á einhverja frábæra stefnuskrá flokksins,hún er hvorki verri né betri en hjá hinum flokkunum.
Kristján Pétursson, 22.4.2007 kl. 21:09
Ég er sammála þér Dúddi, hann er alveg svakalega mikill gjammari greyið, hef reyndar aldrei kunnað við hann. En það er nú ekki um auðugan garð að gresja hjá Samfó þarna, frekar en annarsstaðar.
HP Foss, 22.4.2007 kl. 21:54
Ég hef nú reyndar alltaf kunnað ágætlega við Björgvin þó að ég sé oft ósammála honum.
Þú setur mig nú í mikinn vanda Kristján, þar sem það er stefnuskrá D lista sem gerir vinsældir hans svona miklar svo ég veit ekki hvað ég á annað að telja upp. Þá á ég ekki við þessi endalausu kosningaloforð sem einkennir stjórnmálaflokka um þessar mundir (eins og alltaf rétt fyrir kosningar hjá þeim öllum) heldur það sem flokkarnir standa fyrir. Flestir hafa trú á því að stefna sjálfsstæðisflokksins sé sú helsta sem getur eflt tækifæri okkar eins og hún hefur gert hingað til.
Ágúst Dalkvist, 22.4.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.