21.4.2007 | 13:29
Risabú
Eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa valdið bændum ugg í brjósti með uppkaupum jarða á háu verði er Lífsval. Nú hefur það fyrirtæki fjárfest í jörðinn Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu en þar var áður rekin graskögglaverksmiðja. Þar er áætlun Lífsvals að reisa gríðarlega stórt (á íslenskan mælikvarða) kúabú. Stefnan er að vera með um 5-600 kýr og framleiða á þriðju milljón lítra á ári en þess má geta að meðalbúið á Íslandi framleiðir tæp 200 þús. lítra á ári og það stærsta um milljón lítra.
Lífsval rekur nú tvö kúabú og framleiðslugeta þeirra er 6-700 þús. lítrar á ári samanlagt og er stefna Lífsvals að halda rekstri þeirra búa áfram. Framleiðslugeta fyrirtækisins verður þá, ef allt gengur eftir í Flatey, á fjórðu milljón lítra.
Lífsval hefur nýlega keypt jörðina Sumarliðabæ í Ásahreppi í Árnessýslu og mun væntanlega flytja framleiðsluna þaðan að Flatey.
Þessa frétt hefur Búnaðarsamband Suðurlands eftir ruv.
Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig þetta á eftir að ganga hjá þeim, hvort svona stór bú ganga hér á landi. Væntanleg framleiðsla á Flatey er meiri heldur en í öllum Skaftárhreppi en þar eru tæplega 30 bú.
Einn aðili úr Lífsval keypti einnig kúabú hér í Skaftárhreppi nú í vetur og hefur það bú náð hvað hæstri meðalnyt eftir hverja kú hér í hrepp. Spennandi verður að vita hvort áætlun er um að flytja framleiðsluna frá því líka austur að Flatey.
Ég óska þeim Lífsvalsmönnum góðs gengis í þessu verkefni og vona að það eigi eftir að koma öllum til góða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
heldur þú það ;-)
Dísa (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 15:44
Ég held að þetta sé bara gott mál svo lengi sem er bara ákveðið verð sem bændur fá fyrir mjólkina. Ef það breytist gætu stóru búin drepið litlu búin. Eins og þetta er núna er sjálfsagt minni hagnaður hjá þeim litlu heldur en stóru, þ.e. hlutfallslega en þarf þó ekki að vera, en bændur vita þó allavega hvað þeir fá. En nú er ég búin að tala um búin
Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.4.2007 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.