18.4.2007 | 12:41
Samgöngu- og sjávarútvegsmál
Í Kastljósi gærkvöldsins var opinn stjórnmálafundur á Ísafirði og voru tekin fyrir samgöngu- og sjávarútvegsmál.
Ekki er hægt að gefa neinum sem þar komu fram háa einkun, nema jú Sigmari Guðmundssyni spyrli, hann fær 10 . Algjör snilld hvernig hann tók Ómar Ragnarsson og fulltrúa VG (sem ég man því miður ekki hvað heitir ) algjörlega í nefið.
En ef við tökum hvern flokk fyrir sig og byrjum á Íslandshreyfingunni. Þá eins og fyrr sagði fór Sigmar illa með Ómar þegar sá fyrr nefndi spurði þann síðar nefnda hvað loforð hans kostuðu og gat Ómar engu svarað. Ólafur gamli Hannibalsson virtist alveg vera út á þekju.
Fyrir frjálslynda töluðu Kristinn H. Gunnarsson um samgöngumál og Grétar Mar um sjávarútveginn. Kristinn fannst mér bara samur við sig og gerið ekkert mikið af sér en Grétar Mar var eins og lítill púki þarna í sætinu við hliðina á hinum. Sífellt gjammandi svo maður var löngu hættur að nenna að hlusta á hann, hvað þá að taka mark á honum.
Vinstri græn stóðu sig ekki mikið betur. Man nafnið á hvorugu þeirra og biðst ég afsökunnar á því. Konan sem talaði um samgöngumálin fyrir þeirra hönd talaði mikið um það að það væri ekki forgangsraðað rétt og spurði Sigmar hana hverju hún vildi breyta þar og gat hún engu svarað frekar en Ómar. Sjómaðurinn sem talaði um sjávarútvegsmálin fyrir VG var nokkuð samkvæmur sjálfum sér en ég var alfarið á móti stefnunni sem hann boðaði en það er annað mál.
Samfylkingin komst nokkuð klakklaus frá samgöngumálunum. Össur Skarphéðinsson hefði líka sloppið nokkuð vel frá sjávarútvegsmálunum ef hann hefði ekki alltaf verið að tönglast á því að samfylkingin væri ekki flokkur mikilla umbyltinga. Datt mér þá strax í hug stefna þeirra í landbúnaðarmálum þar sem að þau vilja fella niður helming allra tolla af landbúnaðarvörum og flokkast það nú í mínum huga sem mikil umbylting. Hann fær þá einkun hjá mér að vera sá eini sem gat gert sjálfan sig ótrúverðugan án nokkurar hjálpar frá einhverjum öðrum
Framsóknarmenn sluppu nú sennilega hvað best frá þessum þætti. Birkir viðurkenndi að ekki hefði náðst að koma á sáttum í kringum samgöngumálin og virði ég það alltaf þegar fólk þrætir ekki fyrir það augljósa. Magnús Stefánsson er sennilega sá sem komst best frá þessum þætti.
Sturla Böðvarsson var náttúrulega fulltrúi sjálfsstæðismanna í samgönguumræðunni og Einar K. í sjávarútvegsumræðunni enda eru þeir ráðherrar í þeim málaflokkum. Hvorugur þeirra eru nú þekktir fyrir það að koma vel út í þáttum sem þessum. Sturla var pirraður og mátti ekki anda á hann og Einar verður alltaf svo stressaður þegar skotið er á hann og lét hann Grétar Mar taka sig alveg á taugum. Einar var örugglega sá eini sem hlustaði á Grétar í gærkvöldi
Fór að spá í, eftir að hafa séð þennan þátt, hvað sjálfsstæðismenn eru fátækir af ráðherrum sem eiga gott með að svara fyrir sig. Það hefur aldrei verið sterka hlið Geirs formanns þó hann sé nú reyndar alltaf að verða sleipari og sleipari í þeirri list að svara fyrir sig. Björn Bjarna, Einar K., Sturla og Árni Matt, allt ráðherrar sem vinna vel (og Geir vinnu náttúrulega vel líka ) en eiga með eindæmum erfitt með að svara fyrir sig og líta þess vegna ekki alltaf vel út í viðtalsþáttum. Fylgi sjálfsstæðisflokksins, með þetta ráðherralið, segir manni bara að þjóðin er ekki að hlusta á ómerk kosningaloforð heldur metur fólk af störfum þeirra og er það vel.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Mjög góð greining hjá þér Ágúst og sammála þér með Simma. Ég held að hann hafi þarna bætt fyrir klúðrið í Kastljósinu um daginn, þegar hann lét Kristrúnu Samfylkingarkonu gjörsamlega eyðilegga samræðurnar.
Bjarni M. (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 15:49
Veistu það Dúddi að ég þekki þig ekki neitt en les pistlana þína reglulega og þeir eru margir hverjir ágætir. Ég er nú ekki sérstaklega pólitískur maður en þegar ég les þetta finnst mér bara eins og Gunnar í Krossinum sé að tala um heilagan anda. Þú hljómar eins og ofsatrúarmaður og ég hef alltaf verið hálf hræddur við svo leiðis menn. Öfgar eru nefnilega undirrót alls ills.
Valdi Kaldi, 18.4.2007 kl. 22:00
Takk fyrir Bjarni. Ég er ekki alveg sammála þér að hann hafi látið Kristrúnu eyðileggja samræðurnar forðum. Sýndist að blessuð sjálfstæðiskonan hafi bara verið heppin að þurfa ekki skýra málin mjög, virtist ekki vera alveg fær um það
Gleður mig Valdi að þú skulir lesa pistlana mína reglulega og takk fyrir hrósið. Skil ekki alveg hvernig þú getur lesið út úr þessum pistli að ég sé ofsatrúarmaður , ekki nema að þú haldir að ég sé framsóknarmaður . En svona af því að við þekkjumst ekki þá er ég ekki ofsatrúarmaður hvað varðar fólkið í sjálfsstæðisflokknum en hins vegar trúi ég því að sú stefna sem sjálfsstæðisflokkurinn hefur haldið sé sú besta til að reka ríkissjóð fyrir utan nokkra annmarka, en það er bara mín skoðun. Trúi því samt ekki svo mjög að ekki megi ræða annað
Ágúst Dalkvist, 18.4.2007 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.