16.4.2007 | 20:15
Vilja lægra verð á mjólkurvörum.
Ekki voru einungis sjálfstæðis- og samfylkingarfólk með sína aðalfundi nú um helgina. Kúabændur héldu einnig sinn aðalfund.
Á honum kom m.a. fram að kúabændur vilja lægra verð á mjólkurvörum. Til að ná því markmiði vilja þeir m.a. fá stjórnvöld til samningaviðræðna til að ná niður framleiðslukostnaði.
Einnig var skoðað hvort hagræðing yrði í því að flytja inn annað kúakyn. Í því máli sýnist sitt hverjum eins og í flestum öðrum.
Ekki þarf að efast um það að það er hægt að flytja inn kúakyn sem skilar okkur mikilli hagræðingu heim á búunum. Kúakynin sem eru notuð við mjólkurframleiðslu í löndunum í kringum okkur eru mikið afurðarhærri en okkar gamla íslenska. Hins vegar hefur verið bent á að þó að íslenskir kúabændur fengju kýrnar sínar til að mjólka svipað mikið og nágrannar þeirra þá eru landfræðilegar aðstæður þannig að við yrðum seint samkeppnishæfir í verði þó við gætum mögulega fengið verðið töluvert niður.
Nú á síðustu misserum hefur verið flutt út til Bandaríkjanna töluvert magn af mjólkurafurðum á þokkalegu verði og telur Baldvin Jónsson (minnir mig að hann heiti), sem sér um kynningu á íslenskum vörum í USA, að það skipti miklu máli upp á markaðinn þar að mjólkin komi úr okkar gamla landnámskyni. Það er okkur mjög mikilvægt að horfa til þess líka þar sem að tollar munu lækka í framtíðinni á mjólkurvörum og mun því markaðshlutdeild íslenskra kúabænda minnka hér á landi og munum við þurfa aðra markaði.
Nú standa kúabændur s.s. fyrir þessu erfiða vali. Eiga þeir að flytja inn nýtt kúakyn sem myndi mjólka meira og skapa þannig mikla hagræðingu í framleiðslunni en gæti orðið til þess að minnka sölu, fækka bændum, sem gæti aftur orðið til þess að öll aðföng hækkuðu í verði og myndi þá éta upp hagræðinguna af nýju kúakyni. Eða eiga þeir að halda í sína íslensku kú og treysta á það að það veiti þeim aðgang að fleirum og betri mörkuðum sem gæti orðið til þess að við gætum framleitt miklu meiri mjólk, stækkað búin sem gæti orðið til þess að aðföng myndu lækka í verði og mjólkin þar af leiðandi líka.
Sjálfur hef ég alltaf veðjað á seinni kostinn og geri það enn. Vona bara að kúabændum beri gæfa til að velja rétta kostinn hvor sem hann er
Eitt er það þó sem hefur komið fram í máli Þórólfs Sveinssonar formanns Landssambands kúabænda sem er ekki rétt og það er að ef flutt verði inn nýtt kúakyn að þá verði tvö kúakyn sem verða í framleiðslu. Það mun ekki verða nema að mjög takmörkuðu leiti. Það sem helst hefur valdið því að við höfum ekki haft við nágrönnum okkar við að rækta kýrnar okkar til hárra nyta er að stofninn okkar er of lítill. Ef flutt verður inn annað kyn mun íslensku kúnni fækka mjög og vonlaust verður að framrækta hana. Hún yrði einungis safngripur sem stjórnvöld myndu kosta (eru skyldug til þess vegna alþjóðlegra samninga) til að halda við.
Á aðalfundi L.K. var kynnt könnun sem gerð var á meðal almennings og kom fram í henni að íslendingar vilja ekki annað kúakyn í landið og vilja bara íslenskar mjólkurvörur. Set inn skoðanakönnun hér á síðuna líka til að þið getið komið ykkar atkvæði á framfæri
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Já væri það ekki bara pínu sætt strákar ef svo yrði. Það er ekki eins og við Vikingarnir höfum ekki verið blönduð frá upphafi Já ég er klárlega blendingur og þegar ég fór til Írlands þá sá ég frænkur mínar á hverju horni ..... Já við Víkingarnir....... Muuuuuuu
Herdís Sigurjónsdóttir, 17.4.2007 kl. 09:28
Er mjólkin eitthvað mikið dýrari en erlendis? Hér í Danmörku er mjólkurlítrinn frá Mjólkursamlaginu (Arla) á um 7 DKK. Það myndi útleggjast á 83 til 84 krónur. Það er hægt að fá innflutta mjólk frá Þýskalandi á um 4 krónur en þetta er verðið á venjulegri mjólk í Danmörku.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 17.4.2007 kl. 16:31
Mjólkin er ekki dýrari hér en í Danmörku, allavega ekki svo neinu nemi. Þá er ég að tala um drykkjarmjólk út úr búð.
Hins vegar þá niðurgreiða afurðarsölufyrirtæki mjólkurbænda, hér á landi, niður drykkjarmjólkina á kostnað annara vara en samkeppnin við Mjólku (og ef tollar verða lækkaðir og um innflutning verður að ræða) mun verða til þess að það verður ekki lengur hægt.
Ágúst Dalkvist, 17.4.2007 kl. 16:41
Hefur þú einhverjar upplýsingar um að það sé ekki niðurgreidd neislumjólkin í Danmörkinni Dúddi og er ekki bara allt í lagi að fólk fari að opna augun fyrir því að neislumjólkin á Íslandi sé ekki dýr. Tökum bara einusinni enn gosið af hverju er allt í lagi að borga 150kr. fyrir 1/2 l. af vatni með næstum engu samanvið en ekki í lagi að borga 80-90kr. fyri 1 l. af mjólk. Ég bara spyr ?????????????? En hvað veit ég svosem í minn haus bara lásí kúabóndi sem er orðin hundleið á að láta líta á mig sem einhvern skaðvald í íslensku samfélagi og legg svo inn hjá Mjólku að auki.
Herdís Reynisd. (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 18:51
Danir búa ekki við sama kerfi og við. Hér á landi er starfandi nefnd sem ákveður hvað drykkjumjólkin má kosta sem gerir það að verð hennar fer ekki eftir markaðslögmálum.
Mjólkin er alls ekki dýr hér á landi og munar minnu á henni og mjólk í norðurlöndunum heldur en á flestum öðrum vörum hér á landi og þar.
Ekki var ég heldur að setja út á Mjólku og þá sem hjá þeim leggja inn, ekki í þessu bloggi allavega , heldur aðeins að benda á það að það gangi ekki að Mjólka og Mjólkursamsalan búi ekki við sama kerfi frá ríkisvaldinu.
Þó að við kúabændur séum ekki skaðvaldar í íslensku samfélagi Dísa þá hljótum við alltaf að leita leiða til að þjóna neytendum okkar betur
Ágúst Dalkvist, 17.4.2007 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.