Ölæði

Samkvæmt kvöldfréttum sjónvarps þá hefur landsþing sjálfstæðismanna samþykkt að flokkurinn skuli berjast fyrir því að sala á bjór og léttvíni verði leyfð í matvöruverslunum og enn fremur að lækka áfengisaldurinn úr 20 niður í 18 ár.

Hvað varðar sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum á ég erfitt með að mynda mér skoðun. Þegar ég hugsa fyrir sjálfan mig og mína aðstandendur þá er ég hlynntur því að það verði leyft. Finnst það þó vera gríðarlega sterk rök á móti því, að alkahólistar geta þá ekki lengur forðast að hafa vín alltaf fyrir augunum þegar þeir skreppa út í búð að kaupa brauð og mjólk.

Hins vegar veit ég ekki hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa þegar þeir leggja til að færa áfengisaldurinn niður í 18 ár. Margir sérfræðingar hafa bent á að það er mikill munur á því að byrja að drekka 18 ára eða tvítugur. Ef beðið er í þessi tvö ár minnka líkurnar stórlega á alkahólisma og öðrum skemmdum vegna alkahóls.

Ekki er það þó svo að ég geri mér ekki grein fyrir því að þó vínsala sé ekki leyfð til yngri en 20 ára þá byrjar fólk oft (yfirleitt) fyrr að drekka en það. En ég veit líka að fólk neytir eiturlyfja og gerir margt það annað sem bannað er og okkur dettur ekki í hug að leifa það samt.

En endilega látið ljós ykkar skína í athugasemdum ef þið eruð ekki sammála mér....... og reyndar endilega líka þó þið séuð sammála mér Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er ekki frá því að ég sé þér sammála núna með 18 ára aldurinn  Ég er reyndar ekkert sérstaklega hrifin af mikilli forræðishyggju en alkóhól er jú eitur fyrir líkaman.. svo.. annars þetta með sölu á léttvíni og bjór í búðir þá er eg nú eiginlega bara fylgjandi því.. en það þyrfti samt að fara þannig fram að það sé gert með ákv. leikreglum.

Björg F (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Þetta er spurning um að sameina sjálfræðisaldurinn og vínsölualdurinn. Þessi mismunur er kjánalegur í besta falli eins og er. Hvernig er hægt að segja við fólk að það ræður sér sjálft, má kaupa hús, skella sér í skuldir, gifta sig, en ekki dreypa á víni. Og ég vil leiðrétta þig, þótt þú viljir halda banninu á eiturlyfjum áfram og hella yfir heiminn örbrigð, hatur og glæpi með þeim fasistaskoðunum, þá eru alls ekki allir sammála þér og þeir upplýstu um staðreyndir fíkniefnaneyslu vilja leyfa a.m.k léttari fíknefni.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 15.4.2007 kl. 00:49

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég styð það heilshugar að leyfa sölu á bjór&léttvíni í matvöruverslunum, þetta hefði átt að vera komið fyrir mörgum árum.
Aldurinn, þ.e færa hann niður í 18 ár, ég held að það sé bara í góðu lagi.

xd.

Óðinn Þórisson, 15.4.2007 kl. 09:08

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ég get ekki séð að það að ráða sér sjálfur, kaupa hús, skella sér í skuldir og gifta sig eyðileggi líkamann. Hins vegar vilja fræðingar meina að ef þú byrjar að drekka 18 ára þá séu mikið meiri hætta á að þú gerir það en ef þú byrjaðir ekki fyrr en 20 ára.

Mér leikur forvitni á að vita hvernig hellist yfir heiminn örbirgð, hatrur og glæpir þó ég vilji ekki leyfa eiturlyf og hvers vegna það flokkast undir fasistaskoðanir.

Kannski þú getir frætt mig á því Sigurður

Ágúst Dalkvist, 15.4.2007 kl. 11:02

5 identicon

Vegna þess að þeir sem hafa snefil af áhuga að kynna sé raunverulegar ástæður glæpum tengdum eiturlyfjum sjá það strax að það eru ekki eiturlyfin sjálf nema að örlitlu leiti sem valda vandamálunum heldur lögin gegn þeim. Hollendingar eru búnir að sjá þetta fyrir löngu og þar er tíðni eiturlyfjafíknar lægri en í mörgum öðrum löndum, glæpatíðni er lág, mun lægri en t.d í BNA. Innbrot eru ekki tíð þar sem ekki þarf að fjármagna tugirþúsunda prósenta verðmun á framleiðslu og sölu eins og annarsstaðar, mætti telja tugir annara dæma. Það er fasismi að þú sért að skipta þér af því hvað ég set í líkamann minn, óþolandi dónaskapur og mér dytti ekki hug að fara að skipta mér af því hvað þú gerir sjálfum þér í þínu lífi, ég held í heildina ert þú bara mjög sáttur við að ég sé ekki með puttana í þínum daglegu lífi. Bann við eiturlyfjum er fasismi og fasismi leiðir til örbigðar, haturs og glæpa eins og sagan sýnir í hundruðum dæma 

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:31

6 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Skal fúslega viðurkenna að það geti verið að þekkingarleysi valdi þessari skoðun minni en hefur það bara áhrif á þitt líf ef þú ert alkóhólisti eða eiturlyfjafíkill?

Nú þekki ég ekki hvernig þetta er í Hollandi en fyrst það er svona frábært þar og gallalítið eða gallalaust kerfi í kringum eiturlyfjanotkun, afhverju hafa þá ekki aðrar þjóðir tekið þetta upp?

Ágúst Dalkvist, 15.4.2007 kl. 15:08

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Áfengið er hættulegt, já en eru ekki eiturlyfin hættulegri?

Ágúst Dalkvist, 15.4.2007 kl. 22:15

8 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Held reyndar Ágúst að það að safna skuldum frá 18 ára aldri geti skemmt meira en að sötra áfenga drykki

Það hljómar náttúrulega frekar furðulega að við 18 ára aldurinn sértu orðin sjálfráða, fjárráða, mátt kaupa tóbak(sem er eiturlyf),  mátt gifta þig(en ekki skála í kampavíni í eigin brúðkaupi) og keyra bíl(reyndar 17 ára) sem getur einnig talist stórhættulegt að gera.

Nei sama hvað þetta getur verið hættulegt felst í þessari forræðishyggju gagnvart áfengi viss hroki því miður. 

Hinsvegar finnst mér að taka þarf sterkara a unglingadrykkju í kjölfarið og gera allt sem hægt er að gera til að stoppa hana af. 

Guðmundur H. Bragason, 17.4.2007 kl. 20:06

9 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ok, Ágúst og Ragnar, það gleður mig a.m.k að þið sjáið hlutina fyrir það sem þeir eru þó þið séuð ekki endilega sammála mér. Hræsnin er til staðar og fasisminn augljós. Sumir eru semsagt tilbúnir að samþykkja hræsni og fasisma í þjóðfélaginu, sem sést helst á því að hræsni og fasisma er að finna allstaðar í samfélagin í ótrúlega miklu mæli. Nú eigið þið bara eftir að taka síðasta skrefið og samþykkja það að lögleiðing er eina leiðin. Til að taka það skref, og það er mjög erfitt skref, þá þarf bara að fara á netið og safna upplýsingum um glæpatíðni, hlutfall fíkla, fjármuni í eiturlyfjalöggæslu milli landa o.þ.h upplýsingar, og krydda það með nokkrum viðbjóðslegum sögum af framgangi yfirvalda við að framfylgja þessum gömlu fáránlegu lygalögum. Ef þið kynnið ykkur sögu banns við eitulyfjum sem eiga öll uppruna sinn í BNA þori ég að leggja fram nett veðmál um að þið gjörsamlega missið andlitið. Öll eiturlyf sem hafa verið bönnuð í BNA er vegna kynþáttafordóma gegn svarta manninum þar í landi. Og í dag erum við enn að þrugla með þennan þvætting til þess eins að skapa glæpaheim sem veltir svo miklum peningum að það slagar duglega upp í veltu þjóðarbúa landa, allt í höndunum á glæpamönnum sem eru slétt sama um aðra. 

Rökin fyrir lögleiðingu eru svo fáránlega mörg að það þarf heila bók í nokkrum bindum til að komast yfir það. En ef fólki er sama um röksemdarfærslur, þá er lítið við því að gera. Maður verður bara að reyna að lifa með dónaskapnum í öðru fólki.   

Sigurður Karl Lúðvíksson, 20.4.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband