13.4.2007 | 19:09
Ó! Hélt að Samfylkingin vildi aukið lýðræði.
Nú ætlar Ingibjör Sólrún að segja öllum hinum samfylkingarþingmönnunum sem studdu eftirlaunafrumvarpið að skipta um skoðun , það er mjög lýðræðislegt, eða hvað?
Eigum við að kjósa samfylkinguna af því að ISG ætlar að berjast gegn þessu eftirlaunakerfi þingmanna en flestir aðrir í samfylkingunni eru hlynntir því?
Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Hvaða Sf-þingmenn aðrir en Guðmundur Árni greiddu atkvæði með frumvarpinu? Segðu okkur það nú. Guðmundur Árni fékk sendiherrastöðu að launum.
Auðun Gíslason, 13.4.2007 kl. 21:00
Eftirlaunafrumvarpið var ekkert annað en óheiðarlegt þingmannapot og þingmönnum SF og annara flokka til vansæmdar.Gott hjá ISG að taka þá á teppið og láta þá hlýða og fyrir það ættir þú að kunna að meta sjálfstæði hennar.Á blogginu mínu færðu staðgóða lýsingu af landsfundi SF.
Kristján Pétursson, 13.4.2007 kl. 21:40
Því miður Auðunn þá voru ALLIR þingmenn SF hlynntir frumvarpinu þar til þeir áttuðu sig á að það var andstaða við það í þjóðfélaginu. Þá stóð Guðmundur einn eftir sem þorði að halda sinni skoðun.
Er ekki að finna að ISG að vilja taka á þessu eftirlaunamáli og já Kristján ég met hana fyrir það ef það er hennar skoðun og hún er ekki að mótmæla því eingöngu til að ná í atkvæði. Var aðeins að benda á að þessi yfirlýsing hennar er ekki í anda við umræðustjórnmálin sem SF hefur boðað
Ágúst Dalkvist, 13.4.2007 kl. 22:44
Þetta er meira ruglið hjá þér; Guðmundur Árni var sá eini sem kaus með frumvarpinu hjá Samfylkingunni, og hann flúði í embættismannakerfið stuttu seinna. Stór hluti þingmanna Samfylkingarinnar kaus gegn frumvarpinu, og nú liggur fyrir tillaga á landsfundi Samfylkingarinnar að afnema þennan "eftirlaunaósóma" eins og Valgerður Bjarnadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar kallar þetta.
Flokkurinn fær því að kjósa um þetta, eftir að hafa rætt þetta á landsfundi. Það að segja að flokkurinn hafi verið hlynntur þessu, þegar margir greiddu atkvæði á móti en einn (sem er svo farinn) greiddi atkvæði með er bara útúrsnúningur.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.4.2007 kl. 02:36
Þú hefur greinilega ekki fylgst með þessu máli frá byrjun Jónas.
Samfylkingarþingmenn lögðu blessun sína yfir þetta frumvarp. Það stóðu allir flokkar að því. Svo þegar andstaðan var ljós í þjóðfélaginu þá þorðu samfylkingarþingmennirnir ekki að standa með sinni skoðun nema Guðmundur og er þetta ekki eina málið sem hefur farið svo. Þess vegna er samfylkingin með þetta litla fylgi og þess vegna er ekki trúverðugt þegar ISG er með þessar yfirlýsingar.
Það þarf að reka ríkissjóð eins og fyrirtæki og stundum þarf að taka óvinsælar ákvarðanir til að reka hann sem best. Flokkur eins og samfylkingin sem hefur stefnu sem sveiflast eftir almenningsálitinu, eða eftir því sem samfylkingin telur vera almenningsálitið hverju sinni, er ekki treystandi til að reka ríkissjóð.
Ágúst Dalkvist, 14.4.2007 kl. 10:45
Svarið við spurningunni þinni duddi minn er einfaldlega já og já. þingmenn eiga að vera með sömu eftirlaun og aðrir.
addisig (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 13:20
Ég skrifa greinilega ekki nógu skýrt en ætla nú að reyna enn eina tilraunina til að breyta því
Hef ekki kynnt mér eftirlaunamálið niður í kjölinn en það sem ég hef heyrt er það algjör fásinna.
Maður er bara meiri ef maður getur skipt um skoðun, en það þarf þó að gera með réttum forsendum. Það að skipta um skoðun afþví að einhver sýnir manni fram á að maður hefur vitlaust fyrir sér og gerir það með rökum, þá er í lagi að skipta um skoðun. Ef maður hins vegar skiptir um skoðun bara af því að einhver sagði manni að það væri vitlaus skoðun án þess að færa rök fyrir því er bara vitleysa.
Seinna dæmið á við um Samfylkinguna í þessu máli eins og fleirum. Hvaða rök kom almenningur með fyrir því að þetta frumvarp væri gallað sem samfylkingin var ekki búin að sjá fyrir? Ef þau voru einhver þá hefur samfylkingin ekki lesið frumvarpið í upphafi þegar hún var hlynnt því.
Skh, þegar ég talaði um góðan rekstur ríkissjóðs, þá var ég að tala um þau mál sem koma upp í framtíðinni. Ég ætlast nefnilega til þess að þau sem taka við eftir 12. maí undirbúi framtíðina en fortíð Samfylkingarinnar sýnir okkur að henni er ekki treystandi (enn). Tvennt er líka ólíkt að taka tillit til almenningsálitsins og fara alveg eftir því.
Ágúst Dalkvist, 14.4.2007 kl. 18:41
Jabb... ég sagði þetta allt og meira til. Ég sagðist líka vera sammála Guðmundi að mestu leiti. Þú gleymdir því ekkert viljandi er það . Ég get sennilega meira að segja bætt því við að ég hafi verið honum algjörlega sammála þegar hann ræddi um mál aldraðra, þori þó ekki öðru en hafa þetta "sennilega" með þar sem ég man ekki viðtalið orð fyrir orð lengur
Rökin sem þú nefnir skh eru akkúrat rök sem geta ekki hafa farið fram hjá samfylkingarfólki. Það er svartur blettur á öllum þeim sem samþykktu þetta frumvarp að mínu mati. Enn svartari þó á þeim sem reyna svo að telja okkur trú um að þau hafi aldrei ætlað að vera með í þessu. Við þetta mál má svo bæta við Kárahnjúkavirkjun, stækkun álversins í Straumsvík og fleira og fleira.
Ágúst Dalkvist, 15.4.2007 kl. 00:02
Farinn að halda skh að þú viljir ekki skilja mig
Ég svara þessu hjá þér öllu í 11. athugasemdinni. Prófaðu að lesa það aftur
Ágúst Dalkvist, 15.4.2007 kl. 10:56
Ástæða fyrir því að mér finnst samfylkingarþingmenn ekki hafa staðið sig í þessu máli er sú að það var svo greinilegt frá upphafi að þetta frumvarp var stór gallað en þau ætluðu samt að reyna að komast upp með það. Þegar hins vegar komst upp um liðið og almenningur var ekki sáttur hlupu þau til og þóttust aldrei hafa verið með í neinu.
Þetta er bara spurning um hvers vegna fólk skiptir um skoðun eins og ég bendi á í 11. athugasemdinni. Allir flokkar gerðust sekir um að reyna að komast upp með eitthvað sem við ekki vildum í þessu máli en samfylkingin var sú eina sem gerði lítið úr kjósendum þegar upp komst og hélt að þeir tryðu hverju sem er.
Ágúst Dalkvist, 15.4.2007 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.