Fylgið aftur heim

Fylgið virðist hrynja aftur af Íslandshreyfingunni (það litla sem var) og fara aftur til VG. Það fylgi á sennilega aftur eftir að fara eitthvað af VG yfir á stjórnarflokkana í kosningunum sjálfum þar sem að þegar líður að þeim þá áttar fólk sig á að stóriðjumálin eru ekki aðalatriðið þó þau séu þíðingar mikil.

Samfylkingin heldur áfram að tapa. Sennilega fá þau einhverja uppsveiflu, þó lítil verði, nú í kringum landsþing þeirra en svo mun það halda áfram að lækka lítillega fram að kosningum.

Sama má segja um sjálfstæðisflokkinn nema að uppsveiflan verður heldur meiri nú í kryngum helgina.

Framsókn er að hækka lítillega. Hún á ekki eftir að breytast mikið fram að kosningum en mun þó fá heldur meira út úr kosningunum sjálfum.

Von mín um að Frjálslyndir þurrkist út sem þingflokkur virðist ekki ætla að rætast. Íslandshreyfingin virðist ekkert taka af þeim sem skiptir máli frekar en af öðrum og stefnir í að þeir endi í 5-6% fylgi í kosningunum.

Baráttusamtökin setja ekkert strik í reikninginn frekar en við var að búast.


mbl.is Fylgi Samfylkingar minnkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ennþá von um að Frjálslyndi flokkurinn þurkist út.

siggi (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 19:03

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég er hættur að spá í þessa kjósendur,sem ráfa sífellt milli flokka,og eru einhverjir hentustefnu kjósendur,sem gætu þó í lokin hjálpað ríkisstjórninni að halda velli.Þessir smáflokkar raska verulega stöðugleika í ísl.stjórmálum og mættu því missa sig.

Kristján Pétursson, 13.4.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband