Gummi og Illugi

Guðmundur Steingrímsson og Illgui Gunnarsson voru í Kastljósi í kvöld og voru að ræða setningarræðu Geirs Hilmars á landsfundi sjálfstæðismanna sem hófst í dag.

Þó það sé ótrúlegt þá gat ég verið þeim báðum sammála að mestu leiti. Guðmundur var fastur í fortíðinni og gagnrýndi Sjálfsstæðisflokkinn fyrir að sinna ekki ellilífeyrisþegum nægjanlega en Illugi horfði til framtíðar þar sem að Geir sagðist í ræðunni ætla m.a. að berjast fyrir því að bætur ellilífeyrisþega sem orðnir eru sjötugir skerðist ekki þó þeir vilji vera úti á atvinnumarkaðnum.

Ljóst var á þessu viðtali í Kastljósinu að Guðmundur Steingrímsson er efnilegri sagnfræðingur en alþingismaður.

Eins og lesendur þessarar síðu vita, þá hef ég gagnrýnt Sjálfsstæðisflokkinn í málefnum aldraðra og fagna ég því mjög að minn flokkur skuli nú sjá að sér. Skil þó alveg áhyggjur annara flokka yfir því þar sem að það slær beittasta vopnið úr höndum þeirra.

Ekki er hægt að sakast við Geir, hvað varðar þessa ræðu hans, að hann leggi Ingibjörgu Sólrúni Gísladóttur í einelti eins og sjálfstæðismenn hafa löngum verið sakaðir um, enda samfylkingin orðin ein af litlu flokkunum. Hins vegar skaut hann aðeins að Steingrími J. enda er hann formaður næst stærsta stjórnmálaflokks landsins ef marka má skoðanakannanir. Einnig er VG eini flokkurinn sem hefur stefnu sem kjósendur geta áttað sig á, fyrir utan Sjálfsstæðisflokkinn.

Guðmundur kvartaði undan því í þessu viðtali að Geir væri ekki að boða neitt nýtt í ræðu sinni. Í fyrsta lagi er það ekki rétt og kom það að meira að segja fram í máli Guðmundar líka (sannur samfylkingarmaður) og í öðru lagi þá þegar flokkur hefur verið í stjórn í 16 ár og gengið eins vel og raun ber vitni þá er ekki að búast við að sá flokkur þurfi að breyta mjög miklu. Greinilegt er á ræðu Geirs að Sjálfsstæðisflokkurinn ætlar sér að halda áfram góðu starfi ef hann fær brautargengi til þess í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm..er flokkurinn farinn að sjá að sér í öldrunarmálum vegna einnar ræðu formannsins korteri fyrir kosningar.  Get real

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það eru nú að koma kosningar, verð að reyna að telja ykkur trú um það

Ágúst Dalkvist, 12.4.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Ágúst, þú ert svo sæll og glaður með framgöngu íhaldsins,að litlu þurfi þar að breyta.Ég spyr bara.Ertu ánægður með verðbólguna og verðtrygginguna,sem er búin að setja þúsundir heimila á skuldaklafa,okurvexti bankanna,heimsmet heimilanna í skuldum , yfir 60% aldraðra og öryrkja undir 130 þús.kr.og þúsundir Íslendinga leita til hjálparstofnanna vegna fátæktar.Ég óska ekki Sjálfstæðisfl. brautargengi í komandi kosningum,þeirri ósk ætla ég ekki að deila með þér,það væri ótéttlátt gagnvart landi og þjóð.Ég geri þær kröfur til forsætisráðhr.að hann virði sannleikann,sé ekki með blekkingar og ósannyndi.Láttu Ágúst þína eigin samvisku vísa þér veginn,þú ert maður fyrir þinn hatt.  

Kristján Pétursson, 12.4.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Kristján:

Takk fyrir hólið, já ég læt mína eigin samvisku vísa mér veginn

Í fyrsta lagi Kristján, ef verðtrygging yrði afnumin við þau skilyrði sem eru í dag þá myndi verðbólgan aukast svo ekki verður hjá öðru hvoru komist sem stendur. Eins er ég þeirrar skoðunnar að sennilega verðum við að vera með verðtryggingu á meðan að við erum með þetta lítinn gjaldmiðil til að halda niðri vöxtum.

Við erum sammála með að kjör ellilífeyrisþega eru til skammar og úr þeim á að bæta strax á þessu ári. Það hef ég marg sinnis sagt. Ég trúi því að nú eigi að taka á því og þetta sé ekki bara ein ræða eins og Jenný vill meina hér að ofan. Það er óánægja innan grasrótar sjálfsstæðisflokksins með kjör ellilífeyrisþega og fyrst sú óánægja er farin að skína í gegn í ræðu Geirs þá er vonandi kominn tími til aðgerða.

Ef við eigum að ná þennslunni niður þá verður það ekki gert með öðru en minnkandi atvinnuframboði og þar með minnkandi tækifærum fólks að bjarga sér sjálft. Ef þú heldur að fátækum fækki við það, þá þarftu að hugsa málið aðeins betur.

Vissulega þarf að bæta hlutina á mörgum vígstöðvum og þannig mun það alltaf verða, því eftir því sem við höfum það betra gerum við meiri kröfur. Eini flokkurinn sem ég treysti til að reka ríkissjóð þannig að það sé hægt að elta okkar kröfur í framtíðinni er sjálfsstæðisflokkurinn. Við skulum ekki láta okkur detta í hug að nokkur geti gert þjóðfélagið fullkomið, það mun ekki gerast meðan maðurinn er ekki fullkominn.

Sveinn:

Er sennilega búinn að svara öllu sem þú kemur með fram í svarinu til Kristjáns hér að ofan

Ágúst Dalkvist, 13.4.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband