11.4.2007 | 13:19
Utanríkismálin
Nú er ég búinn að horfa á seinni helming Kastljóssins síðan í gærkvöldi og get loks farið að tjá mig um það.
Fannst enginn af þeim sem sátu undir svörum standa sig betur eða verr en aðrir ef ég undan skil tvö.
Þegar var farið að spyrja Magnús Þór Hafsteinsson og stefnu Frjálslynda varðandi innflytjendur fór hann nú bara vel af stað. Taldi upp það sem þyrfti að gera til að bæta aðbúnað þeirra sem koma hér til landsins og var ég farinn að vona að ég hefði misskylið stefnu þeirra hingað til. En svo datt botninn úr þessu hjá honum og upp kom þessi "rasista" umræða. Ég vil ekki segja að Magnús Þór sé rasisti en alltaf þarf hann að láta umræðuna hljóma svoleiðis samt.
Hef verið að spá hvort Magnús Þór og Jón Magnússon hringi í 112 á hverjum morgni og tilkynni að það sé kviknað í húsinu hjá þeim þó að svo sé ekki bara til þess að hafa slökkviliðið fyrir utan ef á þyrfti að halda. Allavega tala þeir mikið um það báðir að það sé samþykkt innan EES samningsins sem kveði á um það að land sem er aðili að samningnum geti heft straum útlendinga til landsins ef í nauðirnar rekur. Þessu ákvæði segja þessir ágætu menn að þeir ætli að beita ef þeir komist í ríkisstjórn en geta þó ekki bent á hver neyðin er. Þeir hjá 112 hljóta að fara að hætta að svara þeim.
Eins finnst mér alltaf sniðug afstaða Samfylkingarinnar varðandi ESB. Þau vilja sækja um inngöngu og samningsmarkmiðið er að fá allt fyrir ekki neitt en samt aðhyllast þau ekki þá stefnu að fleyta bara rjómann ofan af. Nær einhver samhenginu? Þetta er nú ekki eina mál Samfylkingarinnar sem er erfitt að átta sig á. Eins sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir vera hlynnt því að sækja um aðild þegar það hentaði íslendingum, hver er það ekki??? Enda var nú bara hlegið að henni úti í sal þegar hún skellti þessu fram og nýbúið var að tala um það að Samfylkingin tæki ekki afstöðu.
ESB mál Samfylkingarinnar birtist mér eins og að ég myndi semja við einhvern um kaup á bílnum mínum og samningskilirði mín væru að fá milljón fyrir bílinn og hefði svo líka afnot af honum um ókomna framtíð. Já! Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru náttúrulega bara ruglaðir að láta sér detta í hug að það sé ekki hægt að ná slíkum samningum, eða er það kannski bara kurteisi hjá þeim að bjóða ekki upp á slíka samninga?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.