10.4.2007 | 22:44
Landbúnaðarmál, jafnrétti og afmæli.
Landbúnaðarmálin voru tekin fyrir í Kastljósþætti kvöldsins (reyndar utanríkismálin líka en er ekki búinn að horfa á þann hluta) og mættu þar fulltrúar allra flokka sem komnir eru með listabókstaf.
Leist nú ekkert á það í fyrstu þegar ég sá að Árni Matt ætti að tala fyrir sjálfstæðismenn. Hann er nú ekki sá mælskasti innan sjálfstæðisflokksins þó að hann vinni vel . Hann kom þó gríðarlega á óvart og stóð sig alveg stórglæsilega vel, hefur greinilega verið duglegur að lesa heima.
Fallisti kvöldsins er klárlega Einar Már sem talaði fyrir samfylkinguna en Jón Bjarnason var honum ekki mikið fremri. Guð hjálpi bændum ef annar þessara flokka, samfylkingin eða VG, komast í landbúnaðarráðuneytið. Einar vildi afnema alla tolla og styrkja bændur á einhvern annan hátt. Kannast einhver við þetta máltæki "eitthvað annað"? Ótrúlegt að einhverjir séu enn að nota þetta máltæki í pólitíkinni. Jón vildi hins vegar halda öllum litlu búunum og passa að bændur byggðu landið sem víðast. Á þá að taka aftur alla þá hagræðingu sem hefur orðið í landbúnaði síðustu ár? Ekki verður það nú til að styrkja landbúnaðinn eða lækka matvöruverðið.
En að jafréttismálunum. Það var verið að gera könnun á meðal 15 ára unglinga á Íslandi og var verið að spurja þau hvað þau gætu hugsað sér að starfa um þrítugsaldur. Í þeirri könnun kom fram að helmingi fleiri strákar en stelpur geta hugsað sér að vinna við stjórnunnarstörf. Segir það ekki töluvert mikið um það afhverju staðan í jafnréttismálunum er eins og hún er. Gæti trúað því að þegar börnin eldast þá fjölgi þeim drengjum sem vilja komast í stjórnunnarstöður en stúlkunum fækki.
Ég tel að ef jafnrétti á að nást í stjórnun lands og atvinnulífs þá verði að breyta þessu hugarfari hjá stúlkum og konum. Lausnin er ekki að kjósa eftir kyni. Hins vegar má líka spurja sig hvort stúlkur megi ekki velja sér framtíðarstarf án þess að aðrir séu að skipta sér af því en vissulega væri það hagur allra ef fleiri konur gæfu sig í að stjórna (öðrum en eiginmönnunum )
Þessi bloggsíða mín er nú orðin þriggja mánaða. Byrjaði að blogga hér á moggabloggi 10 janúar (hef reyndar bloggað í rúm 2 ár) og á þeim tíma hafa komið yfir 9000 gestir á síðuna og töluverður fjöldi hefur sent mér vinaboð. Það er mér mikill heiður að þið skuluð kíkja hér öðru hvoru við og enn meiri heiður af vinaboðunum svo takk æðislega öll sömul. Ekki má gleyma því að þakka þeim sem hafa lífgað upp á umræðurnar hér á síðunni með athugasemdum sínum eða þeim sem hafa gefið sér tíma til að rita í gestabók.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Árni Matt greip nú ekki meira fram í heldur en Einar eða Guðni en verstur af þeim öllum var spyrillinn Helgi Seljan, hann var svo mikið að flýta sér að spyrja að hann mátti ekki vera að því að fá svör.
En hvað ég vilji í landbúnaðarmálum.
Kerfið sem við búum við í dag hefur hjálpað bændum mjög mikið við að hagræða, búin hafa stækkað mikið og eru enn að því. Við þurfum að fá að búa við svipað kerfi næstu árin á meðan þessi þróun er að gerast, með því getum við náð matvælaverði töluvert niður.
Þetta með hvort bændur eigi að geta selt heima á hlaði og verið með matvælavinnslu heima við. Vissulega fylgja því margir kostir en líka margir gallar. Viss hagræðing næst með því að vera með stóru afurðarstöðvarnar og það myndi skerða þeirra afkomu ef mikið yrði farið út í það að selja vörurnar beint frá búunum. Ef salan færi fram á hlaði bóndans þá yrðu færri milliliðirnir sem gæti lækkað verð vörunnar EF kostnaðurinn verður ekki of mikill við það að koma upp litlum afurðarstöðvum á hverjum bæ.
En svo er annar vinkill á þessu öllu saman og hann er sá að stóru afurðarstöðvarnar eru ekki að framleiða allar þær afurðir sem kostur væri á. Sumar vörur henta betur litlum afurðarstöðvum sem gætu verið heima á býlunum t.d. eins og afurðir unnar úr geita-, sauða- og kapplamjólk, afurðir unnar úr jurtaríkinu eins og vín og fleira.
Ég er því hlynntur að sala verði leyfð heima á bæjunum. Það myndi hvetja bændur til þess að prófa sig áfram í framleiðslunni.
Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 11:36
Ein af helstu kröfum bænda í dag (allavega kúabænda) er að fá ríkið til samningsviðræðna til að ná niður framleiðslukostnaði því mörg eru gjöldin á okkur bændum og mörg þeirra alltof há.
Eins og þú nefnir þá eiga bændur flest afurðafyrirtækin og er það því þeim sjálfum að kenna ef þau eru ekki að virka fyrir bændur.
Eins og ég benti á í fyrri athugasemd minni við þetta blogg þá er það akkúrat gallinn á því að leyfa bændum að selja afurðir sínar á hlaðinu heima hjá sér að það myndi auka gríðarlega á kostnað við vinnsluna ef hver og einn færi í það að koma sér upp vinnslu heima við.
En af því að þú nefnir Mjólku og að henni hafi ekki verið tekið vel af okkur bændum. Það er tvennt sem við höfum séð að Mjólku og ekki nema annað af því er henni að kenna.
Annað er það að forsvarsmenn hennar fara ekki með rétt mál þegar verið er að fullyrða að ekkert fé komi frá ríkinu til framleiðslu þeirrar mjólkur sem þeir vinna úr, það er einfaldlega ekki satt.
Hitt er það að vísbendingar eru um að þeim verið ekki skylt að vinna eftir sömu lögum og MS þarf að gera og getur ekki talist nein sanngirni í því. En það kemur betur í ljós ef sá tími kemur að bændur framleiða meira en þeir geta selt.
Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 12:49
Það er inn í þessu að semja við stjórnvöld
Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 20:16
Bjössi er alltaf á spítala og ég ekki nógu hátt settur
Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.