Kosningabaráttan formlega hafin.

Formenn stjórnmálaflokkana komu fram í Sjónvarpinu í kvöld og tókust á um hin ýmsu málefni. Ljóst er að það verður mikið tekist á næsta mánuðinn fram að kosningum.

Geir Hilmar Haarde kom mjög vel út úr þættinum í kvöld, rökfastur og skynsamur. Var ófeiminn við að segja að hann vissi ekki það sem hann vissi ekki og varði fyrri verk þó hann gerði sér ljóst að sumt af því er ekki til þess fallið að sækja atkvæði í næstu kosningum.

Jón Sigurðsson kom betur út heldur en ég bjóst við að hann myndi gera. Greinilegt er þó enn að hann er svolítið blautur á bak við eyrun þegar hann þarf að takast á við sér mikið reyndara fólk í bransanum.

Það má líka segja það um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að hún kom mér svolítið á óvart í kvöld. Stóð sig mikið betur heldur en maður hefur séð lengi, virtist betur undirbúin en oft áður. Fannst sterkur punktur hjá henni að stóriðjumálið væri ekki mál málanna þó mikilvægt sé heldur börnin og fjölskyldurnar.

Steingrímur J. var hins vegar ekki eins góður og oft áður. Þó gaman að heyra að hann er farinn að nálgast stjórnarflokkana í skattamálum LoL

Ómar Ragnarsson er greinilega ekki inni í neinum málum nema stóriðjumálunum og kann það ekki góðri lukku að stýra. Þó að þau mál séu ofarlega í hugum margra þá held ég að flestir geri sér ljóst að það er ekki aðalmálið og fær Íslandshreyfingin ekki mikið fylgi í vor ef ekki á að breyta því. Þau hafa sennilega fallið á tíma þar sem að ekki virðist vera eftir tími til að koma með vel undirbúna stefnuskrá í öllum helstu málaflokkum. Ómar vildi halda því fram að fylgi hans flokks myndi aukast þegar listar þeirra kæmu fram. Sjálfur tel ég að það muni hafa þver öfug áhrif. Ljóst er að á þeim verður mikið af óreyndu fólki sem að kjósendur verða ekki tilbúnir að treysta svona fyrsta kastið. Hins vegar ef Íslandshreyfingin kemst með einhverja á þing og stendur sig vel næsta kjörtímabil, þá er aldrei að vita hvað gerist.

Guðjón Arnar Kristjánsson stóð sig með afbrigðum illa í kvöld. Var ómálefnalegur og pirraður. Maður hefur á tilfinningunni að hann sé kominn út í horn í eigin flokki í innflytjendamálinu. Hann á erfitt með að verja málatilbúnað þeirra varðandi það og ekki virðist flokkurinn vera tilbúinn með nein önnur stefnumál í bili.

En hvar var formaður framboðs aldraðra og öryrkja? Enginn mætti í sjónvarpssal frá þeim flokki.

Hlakka mikið til að sjá framhaldið. Ekkert var þó í þessum þætti sem breytir minni síðustu spá um fylgi stjórnmálaflokkana. Allar líkur eru á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn en svo er bara spurningin, með hverjum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Er mjög sammála þér varðandi Guðjón Arnar en hann virtist í vondu skapi. Hann er að veikjast mikið sem formaður í sínum flokki og svo virðist sem Magnús og Jón grafi undan honum hægt og bítandi.

Guðmundur H. Bragason, 10.4.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Næsta könnun verður mjög spennandi, sammála því

Guðmundur H. Bragason, 10.4.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Meira en næsta könnun eigi eftir að verða spennandi, næsti mánuður verður allur spennandi

Ágúst Dalkvist, 10.4.2007 kl. 00:13

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vinstri grænir og Samfylkingin munu þar áfram tapa á kostnað ríkisstjórnarflokkanna! Ríkisstjórnin heldur velli í vor. Merihluti kjósenda er
skynsamt fók þegar til kastanna kemur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.4.2007 kl. 00:15

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mér finnst stundum eins og Guðjón komi lítið að málefnum flokksins þessa dagana og sé hann alveg fyrir mér segja af sér eða vera vikið úr sæti sem formaður innan tíðar. Hann var á heimavelli þegar flokkurinn barðist um kvótamálin en síðan það datt uppfyrir er hann eins og... fiskur á þurru landi. Mér finnst það synd því ég kann vel við hann.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki mikið að selja sig í slíkum þáttum enda hefur hann sitt fasta fylgi sem er fólk sem kýs hann burtséð frá dægurmálum líðandi stundar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks er alltaf óbeint í leiðandi stöðu og heldur upplýsingum í lágmarki. Svona hefur þetta alltaf verið, nema í þeim tilvikum þegar Davíð þurfti að létta á hjarta sínu í þá tíð.

Mér hefði þótt sterkari leikur hjá Íslandshreyfingunni að gera Margréti Sverris að formanni einmitt vegna þessa sem þú nefnir. Ómar er í raun bara með eitt mál á dagskrá og Margrét hefði þarna gert flokknum miklu meiri greiða og hefði flokkurinn jafnframt skorað á Samfylkinguna sem annar flokkur með öfluga konu í forsvari.

Þetta var annars ágætis upphitun Ég hlakka til framhaldsins.

Laufey Ólafsdóttir, 10.4.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband