9.4.2007 | 13:12
Páskahelgin að líða
Nú er farið að líða að lokum þessarar páskahelgar og mikið er maður nú búinn að njóta hennar . Maður er orðinn mikið feitari og sællegri heldur en maður var á miðvikudaginn s.l. eftir að hafa troðið sig út af góðum mat og sælgæti alla helgina.
Elsta dóttir mín lét ferma sig á skýrdag og er hún þriðja af börnunum mínum sem að lætur ferma sig á þremur árum, en nú er komið hlé, fjögur ár í það næsta og svo sex í það síðasta .
Skemmtilega við að ferma svona upp í sveit og vera aðfluttur er að þá fyllist allt af skemmtilegum gestum sem maður hefur ekki séð lengi. Mikið af því fólki sem kom núna hefur ekki komið síðan að yngri sonur minn fermdist á skýrdag í fyrra. Takk æðislega öll fyrir komuna.
Maður hefur varla nennt að fylgjast með fréttum alla hátíðisdagana en þó fór það ekki fram hjá mér að Ómar virðist vera þriðji vinsælasti stjórnmálaleiðtoginn um þessar mundir og skýtur með því Jóni, Guðjóni og Ingibjörgu ref fyrir rass. Auðvitað gráta samfylkingarmenn yfir þessum niðurstöðum og kenna sjálfstæðismönnum enn um hrakfarirnar. Ég vil nú samt meina að það sé mikil mennsku brjálæði í samfylkingarfólki að halda því fram að sjálfstæðis- og framsóknarfólk sé hrætt við Ingibjörgu Sólrúni, sé ekki ástæðu fyrir því hvers vegna það ætti að vera. Mikið nær væri að Steingrímur J. vekti stórnarliðinu ugg í brjósti en það virðist nú samt ekki vera en það er nú bara gott að samfylkingarfólk hafi þetta ályt á formanni sínum
Vona að þið hafið líka haft það gott um helgina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Til hamingju með stelpuna Ágúst, virðist hafa verið líf og fjör í sveitinni . Já ekki fer fram hjá neinum þessa páskana að Ingibjörg Sólrún skoraði lágt í vinsældarkosningunum og það er aðeins mánuður í kosningar. Ég sjálf get ég ekki beðið eftir landsfundinum, því þá fyrst hefst fjörið .... Nýir tímar - á traustum grunni.
Herdís Sigurjónsdóttir, 9.4.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.