5.4.2007 | 11:57
Ég sagði ykkur það
Ótrúlegt hvað hlutirnir þróast eins og maður þykist sjá fyrir.
Íslandshreyfingin tapar fylgi eins og ég var búinn að spá fyrir. Þetta er önnur Gallup könnunin þar sem þau eru tekin með. Voru með 5,2% í þeirri fyrstu og spáði ég því þá að það væri toppurinn sem þau myndu ná. Hvort sem það er rétt eða ekki þá tapa þau allavega fylgi núna á milli kannanna. Þau taka nánast allt sitt fylgi af VG eins og ég var búinn að spá og öfugt við það sem Margrét Sverrisdóttir hefur haldið fram þá virðist hreyfingin ætla að verða til þess að stjórnin haldi í vor. Skyldi það hafa verið þeirra markmið svona í laumi?
Samfylkingin taldi að hún myndi græða á íbúakosningunni í Hafnarfirði. Ég og fleiri hafa bent á að það hljóti frekar að skila þeim minnkandi fylgi. Lítið breytist þeirra fylgi á milli vikna en þó frekar er það niður á við en hitt.
Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt og hlýt ég að vera ánægður með það og eins og áður sagði þá mælist fylgi stjórnarflokkanna nóg til þess að stjórnin heldur ef þetta verður niðurstaða kosninganna og er það í fyrsta skipti í töluverðan tíma. Ég var auðvitað búinn að spá fyrir að það myndi gerast líka
Ég ætla að leyfa mér að spá því að nú fari að koma ró á hreyfingu fylgisins á milli flokka. Ef ekkert mikið skeður í þjóðfélaginu þá held ég að við förum að sjá skoðanakannanir sem sýna nokkuð nærri niðurstöðu kosninganna í vor. Reikna þó með að Íslandshreyfingin og VG eigi eftir að lækka lítillega enn og mun sennilega helst Sjálfstæðisflokkurinn græða á því og kannski Framsókn.
Svo ég segi nú bara eins og forseti vor gerði margsinnis í nýársávarpi sínu, ég sagði ykkur það
Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Já Dúddi, þú ert naskur. Annað en ég sem hélt að 'omar ryki upp í 20% í byrjun. Það laumaði einhver einhverju í kaffið mitt hlýtur að vera því ég sá eiginlega villur míns vegar áður en fyrsta skoðanakönnunin byrtist.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 18:08
Þó að Dúddinn sé naskur þá held ég að menn ættu að bíða með að afskrifa Ómar þar til í næstu viku. Stefnuskráin er komin út núna og listarnir hans að birtast og þá gæti komið eitthvað skot í þetta í næstu könnun. Síðan held ég að þetta fari aftur niður á við.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 5.4.2007 kl. 21:12
Æ fyrirgefið montið í mér, var bara að reyna að vera svolítið forsetalegur
Þó ég hafi hitt nokkuð á þetta hingað til merkir það sennilega ekki að ég hitti á það framvegis
Nenni nú ekki að lesa bloggið hjá Birni Addi. Eins og þú hefur kannski séð þá hef ég svolitla þörf að tjá mig um það sem ég er ósammála fólki um og nenni því ekki að skoða bloggsíður þar sem skoðanaskipti eru ekki leyfð . Treysti því bara að við Björn séum oftast sammála svo ég þurfi ekkert að lesa hans skoðanir
Ágúst Dalkvist, 5.4.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.