Niðurstaða fengin

Sorgleg en niðurstaða þó. Þykir mjög leitt hvað rúmlega helmingur hafnfirðinga er þröngsýnn. Nú verður virkjað í Þjórsá og orkan notuð til að reka álver í Helguvík en í því álveri verður ekki nærri eins mikil verðmæta sköpun eins og áætlunin var í Straumsvík þar sem ekki er gert ráð fyrir að vinna álið eins mikið þar eins og Rannveig Rist hefur bent á.

En þó maður sé svekktur yfir niðurstöðunni þá er ekkert að gera nema að virða hana og vinna eftir henni. Vona að hafnfirðingum beri gæfa til að finna þetta eitthvað annað Smile


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er góð niðurstaða.

Þórður Ingi Bjarnason, 31.3.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Við gerum hana allavega góða

Ágúst Dalkvist, 31.3.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Erlendir lánadrottnar hafa verið tilbúnir að lána okkur út á orkuna  og við öll búinn að skuldsetja okkur upp fyrir haus, vona bara landans vegna að ekki verði skrúað mjög skart fyrir.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 00:02

4 identicon

Sorglegt

Glanni (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 00:31

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ástæðan fyrir því að ég kalla þá þröngsýna er vegna þess að það er ekki spurning um álver eða eitthvað annað, það hefði verið hægt að fá hvoru tveggja. Það líka að ætla að fá "eitthvað annað" án þess að skilgreina það nánar getur ekki talist víðsýni.

Ég er mikill lýðræðissinni en það er spurning hversu gáfulegt er að halda svona kosningar um svona flókið mál. Hinn almenni borgari hefur einfaldlega ekki tíma til að kynna sér málið niður í kjölinn, til þess er bæjarstjórnin kosin, það er hennar atvinna að kynna sér þessi mál og taka upplýsta ákvörðun. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur klikkað í því máli og er engum nema þeim líka um að kenna ef kjósendur hafa ekki verið nógu vel upplýstir.

Ég er þó ekki að segja að meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sé eitthvað slæmur. Fyrir mann sem horfir á málið úr fjarlægð eins og ég geri þá virðist mér Hafnarfjarðarbær vera vel rekinn en fólkið þar gerir mistök eins og annað fólk og það hefur gert mjög slæm mistök í þessu álversmáli.

Hins vegar vona ég af heilum hug að þessi ákvörðun hafnfirðinga verði þeim og landsmönnum öllum til góðs, þó ég sjái það ekki núna að það verði það, og ég vona að þegar menn líta til baka eftir 20 ár sjái þeir að þetta hafi verið rétt ákvörðun

Ágúst Dalkvist, 1.4.2007 kl. 10:34

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Áhugaverð umræða.

Raggi á hvern fannst þér halla í fjölmiðlun hinna frjálsu miðla?

Herdís Sigurjónsdóttir, 1.4.2007 kl. 12:04

7 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Ég verð nú að segja það að mér finnst það þröngsýni að ætla að skipta fólkinu í landinu í grátt eða grænt.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 1.4.2007 kl. 17:37

8 Smámynd: Valdi Kaldi

Dúddi, hvað hefðir þú kosið ef að byggja ætti þessa risaverksmiðju á hlaðinu hjá Arnari í Ytra-Hrauni?  Það er ca. farlægðin sem um ræðir.  Málið er að við erum fólk og mörg okkar eiga börn og meirihluti okkar hérna í Firðinum er bara alls ekki til í það að börnin okkar alist upp í nágreni við svona risaverksmiðju.  Þau sofa nú td. mörg hver úti í vagni og anda að sér "ferska" loftinu, annað af stærstu íþróttasvæðum bæjarins er í næsta nágreni við verksmiðjuna og þar æfir td. strákurinn minn oft í viku og svo frv.  Ég veit að þú átt slatta af börnum og vilt þeim allt það besta sem hægt er að veita þeim.  Við erum bara að reyna slíkt hið sama.  Ég hef persónulega ekkert á móti álverum og veit að þar verður fullt af peningum til sem ég og fleiri eyðum með glöðu geði.  Málið er bara að staðsetningin á þessari verksmiðju er barn síns tíma rétt eins og áburðarverksmiðjan (sem núnar er búið að loka og verið að rífa) var á sínum tíma.  Hvað hefðu td. Grafarvogsbúar sagt ef stækka hefði átt áburðarverksmiðjuna um 150%?

Valdi Kaldi, 1.4.2007 kl. 23:10

9 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Frá mínum sjónarhóli Valdi er þetta svolítið annað mál, hvort það ætti að byggja álver í Ytra-Hrauni eða stækka í Straumsvík.

Álverið í Straumsvík var byggt upp í sveit og síðan valdi fólk það að byggja upp við það. Ég flutti hyngað og er ekki viss um að ég yrði hrifinn ef það ætti að byggja álver nánast í hlaðinu hjá mér.

Leikmanni eins og mér virðist það hefði ekki átt að vera erfitt að finna annað byggingaland á þessu svæði en akkúrat alveg upp í álverinu í Straumsvík og eðlilegra hefði ég talið að gera ráð fyrir iðnaðarhverfi í kryngum það.

Setjum þetta dæmi þitt upp akkúrat á hinn veginn.

Ef þú kæmir á fót iðnaðarfyrirtæki og fengir úthlutað lóð fjarri íbúðabyggð fyrir starfsemina. Þú værir búinn að vera þar í nokkur ár þegar íbúðarbyggðin væri komin alveg upp að þér.

Værir þú þá sáttur við að það fólk sem kom á eftir þér kysi það í "lýðræðiskosningum" að þú ættir að fara í burtu með þína starfsemi einhvert þangað sem ekki væri íbúðarbyggð?

Frá mínum sjónarhóli séð er Hafnarfjarðar bær skaðabótaskyldur gagnvart álverinu. Búið að úthluta þeim þessari lóð undir álver og síðan ferlið komið svona langt við að undirbúa stækkun.

Ágúst Dalkvist, 1.4.2007 kl. 23:35

10 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Raggi ég er alveg sammála þér með það að meira hefði mátt fjalla um málið hlutlaust, það var ekki gert heldur tekinn pótt beggja fylkinga og hallaði á fyrirtækið sjálft.. mikið talað um að staðreyndir um að fyrirtækið muni hætta þegar það verður ekki hagstæð rekstrareining lengur sem hræðsluáróður og svo líka Davíð og Golíat eins og þú segir.. 

En það er þá ljóst að þegar verksmiðjan fer verða allir glaðir, eða hvað?

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.4.2007 kl. 09:33

11 Smámynd: HP Foss

 Það er nú ekki verið að reka álverið burt, það er verið að hafna því að það stækki um jafn mikið og deiluskipilagið sagði til um, Rannveig sagði nú strax daginn eftir kosninguna að það mætti nú alltaf gera betur, hún hefur sem sagt einhver spil á hendi sem hún getur lagt fram.

Það var viðbúið.
Hafa þau ekki heimild til stækkunar nú þegar? 250 000 tonn eða þar um bil?
Hvernig var það nú aftur?

kv
Helgi 

HP Foss, 2.4.2007 kl. 19:10

12 Smámynd: Ágúst Dalkvist

..... og veistu Addi hvað Áburðarverksmiðjan skaffar mörgum vinnu í dag miðað við áður og hvað hún framleiðir mikið af áburði í dag?

Ágúst Dalkvist, 2.4.2007 kl. 23:57

13 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Eftir því sem ég best veit er ekki framleitt korn af áburði hér á landi hjá áburðarverksmiðjunni. Vonandi fer ekki eins fyrir álverinu í Straumsvík.

Ef þú lofar að segja engum Addi þá get ég sagt þér að mér líður líka bara nokkuð vel yfir niðurstöðunni þó ég hefði viljað að hún hefði verið á hinn veginn, en svona er hún og hana bera að virða og gera gott úr.

Hins vegar er ég ekki sáttur við að þetta mál hafi verið sett í almenna atkvæðagreiðslu eftir að það var komið svona langt í undirbúningi og kostað marga mikið fé og tíma, það hefði þurft að gerast mikið fyrr. Finnst líka keyra um þverbak þegar Lúðvík gefur því undir fótinn að það sé samt hægt að stækka.

Ágúst Dalkvist, 3.4.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband