30.3.2007 | 11:54
Lausn við fólksfækkun á landsbyggðinni?
Á vef Landssambands kúabænda er að finna grein eftir Sæmund Jón Jónsson frá Árbæ á Mýrum, A-Skaftafellssýslu.
Þar segir hann frá því að danskir landbúnaðarháskólar hafi tekið upp á því að kenna ungum sveitapiltum hvernig bera sig eigi að því að ná sér í konu.
"Á námskeiðinu "Scor med hygge" sem varir einn dag er þeim kennt að leggja á borð, binda blómvendi og spyrja réttu spurninganna (það er t.d. bannað að tala um landbúnað á fyrsta stefnumóti)." Segir í greininni.
Spurning samt hvort það sé ekki móðgun við kvenþjóðina að það dugi einn dagur til að kenna karlmönnum að draga þær á tálar .
Kannski þyrfti að taka þessa kennslu upp hér á Íslandi (þó ég viti að það tæki lengri tíma og meira fjármagn að kenna á íslensku konuna ) til að efla landsbyggðina. Yrði kannski til þess að fleira kvenfólk flyttist út á land og meira yrði um barneignir.
Annars gæti þetta snúist í andhverfu sína þar sem karlmenn eru þekktari fyrir að elta vissan líkamspart á sér en að konur vilji elta þann part á þeim (þó þær virðist nú ekkert vera fráhverfar því heldur
) og gæti því valdið frekari flótta af landsbyggðinni þar sem karlmennirnir gætu flutt suður til kvennana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristján Pétursson
-
Dofri Hermannsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Anton Þór Harðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Júlíus Valsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Tómas Þóroddsson
-
Ólafur fannberg
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sigurður Egill Þorvaldsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Aprílrós
-
Bwahahaha...
Athugasemdir
já það er spurning hvort er betra , að hafa sveitir landsins fullar af hamingjusömum piparsveinum eða að hafa þá fjötraða í eigin lim-girðingu í þétt býlinu ;-D
Herdís Reynisd. (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:31
Ok, en hvað með að kenna þeim á konurnar sjálfar? Þegar ég var í meiraprófinu forðum daga þá þurftum við að opna húddið og læra ýmislegt þar... einnig að kíkja á undirvagninn. Sem sagt að kunna skil á ýmsum hlutum og virkni þeirra
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 13:44
Þetta fer að verða svolítið krydduð umræða hérna. Annars eiga piparsveinar í sveitinni kvenmannslausir í kulda og trekki mína fyllstu samúð. Námskeið í því hvernig umgangast eigi kvenþjóðina er trúlega ekki svo galin hugmynd.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 30.3.2007 kl. 16:19
Það þarf bara að byggja fleiri moll úti á landi. Konur þurfa bara að komast í búðir að lágmarki 1x í viku. Þetta er bara svona.
Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.