27.3.2007 | 16:25
Loksins loksins
Fyrstu vorboðarnir flugu inn til lendingar í gærkvöldi. Blessaður tjaldurinn, þó hann sé ekki sá lágværasti þá var mjög gaman að heyra í honum fyrir utan gluggan í gærkvöldi. Ekki varð nú minni fögnuður þegar þrastarsöngurinn vakti mann í morgun og álftirnar syntu um í tjörninni hérna við bæinn þegar maður kom út. Lognið algjört og 5 stiga hiti, frábær byrjun á vorinu .
Eina sem skyggði á var staðan í skoðanakönnununni hér á síðunni. Viljið þið virkilega ekki skipta um þjóðsöng og fá hið fallega lag "Ísland er land þitt" í staðinn fyrir þetta gamla?
Svo svona vegna síðasta bloggs. Ef það verður farið í að stofna nýtt kristið trúfélag sem leyfir giftingar samkynhneigða þá pant ég að vera æðstiprestur þar sem ég átti hugmyndina, þið vitið þessi sem er á háu laununum og keyrir um á stóra stóra jeppanum árg. 2007. Það virðist alltaf vera svolítið inn að sá æðsti í trúfélögunum sé vel launaður við að boða að jarðneskar eigur skipti ekki máli .
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Ég er nú búinn að heyra í Tjaldinum fyrir utan gluggann hjá mér síðustu daga eða frekar síðustu kvöldin. Mjög ljúft
Guðmundur H. Bragason, 27.3.2007 kl. 16:29
Skilaðu kveðju minni til farfuglanna. Segðu þeim að flýta sér hingað vestur í Reykhólasveitina. Þú getur sagt þeim að það sé komið bundið slitlag alla leið.
Hlynur Þór Magnússon, 27.3.2007 kl. 16:36
P.s.: Vel má koma til greina að hafa annan þjóðsöng til hversdagsbrúks, ef svo má segja. En ég vil þá hafa hinn líka til spari.
Hlynur Þór Magnússon, 27.3.2007 kl. 16:38
Verð nú að lýsa yfir fáfræði minni að ég vissi ekki að þjóðsöngur íslendinga héti Sá sem er , og þorði því ekki að kjósa ;-D kv.Dísa
Herdís Reynisd. (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 16:56
Guðmundur:
Verð nú að viðurkenna það þegar ég er að gera við girðingar á vorin, þá er tjaldurinn og stelkurinn ekki alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, ótrúlegt hvað þessir fuglar geta myndað mikinn hávaða á varptíma þegar þeir eru nokkrir saman , en rosalega ljúft eftir veturinn að sjá hann kominn aftur.
Hlynur:
Skilaði þessu til þeirra fyrir þig en fljótlega eftir að þeir fóru komu þeir aftur. Þeir sögðu mér að það væri bara fyrir bílana, ekki væri búið að leggja bundið slitlag á flugleiðina
Dísa:
Maður lærir svo lengi sem maður lifir
Vala:
Það gerði nú reyndar él hérna líka en samt í 9 stiga hita. Ó já, það vorar í hjarta þegar vorar i lofti
Ágúst Dalkvist, 27.3.2007 kl. 19:26
Ég er algerlega sammála þessu með tjaldinn, finnst líka Lóunni gert óþarflega hátt undir höfði.
Annars er Hrossagaukurinn minn vorboði.
HP Foss, 27.3.2007 kl. 21:57
Lóunni????? Þú verður nú að hlusta betur á hana þegar hún syngur Dúúúúddiiii..... Dúúúúúddiiiiiiii , eðlilega uppáhalds fuglinn minn
Ágúst Dalkvist, 27.3.2007 kl. 22:40
Ég er alltaf sæll og glaður þegar vorboðarnir birtast.Nú bíðum eftir þeim hérna á GKG golfvellinum.Við höfum þó átt góða vini hérna á vellinum í vetur,það er tvenn andahjón og nokkrar trygglindar gæsir.Þær bíða eftir okkur á ákveðnum stöðum til að fá brauðið sitt.Eini fuglinn sem mér er í nöp við er veiðibjallan,hún týnir upp mófuglaungana þegar þeir eru að hlaupa yfir golfbrautirnar á sumrin. .Maður er í eilífum björgunarstörum,en oftast hefur veiðibjallan betur.Það mætti gjarnan fækka henni,þó ekki væri nema að bjarga litlu ungunum.
Kristján Pétursson, 27.3.2007 kl. 23:02
Lóan er reyndar líka mjög góð í munni
Guðmundur H. Bragason, 28.3.2007 kl. 22:23
Sæll Dúddi.
Varðandi þessa skoðunarkönnun með þjóðsönginn vil ég benda á lagið "Ísland ég elska þig" samið og flutt af Baggalút. Mér findist það eiga heima í þessari könnun ;).
Kveðja Sveinn
Sveinn Þórarinsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:36
Kristján:
Get verið sammála þér með veiðibjölluna en þó fer hrafninn enn meira í taugarnar á mér eins og ég var búinn að blogga um áður.
Guðmundur:
Einn sveitungi minn fékk stelk á rúðuna á bílnum og festist hann í rúðuþurrkunni. Strákurinn stekkur út, rífur hjartað úr fuglinum og étur það meðan það enn slær. Ég ætla ekki að leika það eftir og sennilega hefði ég heldur ekki list á lóunni
Sveinn:
Gaman að fá athugasemd frá þér gamli vinur . Ertu enn úti í Danmörku??
Það er rétt hjá þér með lagið, það var einstakt hugsunarleysi að setja það ekki líka í könnunina
Ágúst Dalkvist, 29.3.2007 kl. 11:50
Djö..ertu góð eftirherma hef aldrei áður séð skrifað hermt betur eftir Lóguni
Glanni (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.