Staðan í dag eftir daginn í gær.

Nú er ljóst eftir kynningu gærdagsins á Íslandshreyfingunni að nýju framboðin eiga eftir að gera lítinn ursla í herbúðum gömlu flokkana. Verð ég lýsa yfir vonbrigðum með það þar sem að ég var farinn að hlakka til allrar þeirrar uppstokkunnar sem maður vonaði að yrði í kjölfar nýju framboðanna.

Eftir stendur þá bara mín gamla spá og eftir því sem skoðanakannanir sýna þessi misserin ætlar hún að rætast. Flokkarnir tveir sem hafa einhverja stefnu virðast vera orðnir langstærstir, þ.e.a.s. sjálfstæðisflokkur og vinstri græn svo greinilegt er að kjósendur gera þá kröfu til stjórnmálaflokkanna að halda úti trúverðugri stefnu.

Það er orðið deginum ljósara að það er eins hægt að fara út í sjoppu að kaupa sér lottómiða eins og að krossa við einhvern hinna flokkana 12. maí n.k.

Ef þú setur x við frjálslynda verður það til lítils. Frjálslyndir eiga eftir að fá 4-6% í kosningunum og eiga því eftir að megna lítið á komandi þingi eins og verið hefur á því liðna.

Ef þú setur x við framsókn þá ertu í raun að skila auðu. Þá ertu ekki að gera upp hug þinn hvort þú vilt vinstri eða hægri stjórn eftir kosningar og stefna framsóknar fer bara eftir því hverja þeir fá með sér í stjórn.

Ef þú setur x við samfylkinguna..... nú þá setur þú x við samfylkinguna en það veit enginn fyrir hvað hún stendur í raun. Það á að skoða alla hluti eftir kosningar svo það er vissulega mest spennandi að setja x við þau og sjá svo til eftir kosningar hvað þú varst í raun að kjósa.

Svo þekkja allir sem fylgjast eitthvað með pólitík stefnur þeirra sjálfstæðismanna og vg. Stefnur þeirra eru algjörlega á öndverðum meiði í flestum málum, undantekningar eru þó eins og til dæmis með afstöðu þeirra til Evrópusambands aðildar. Þú setur x við sjálfstæðisflokkinn ef þú vilt samfélag sem hefur efni á að halda úti góðu velferðarkerfi en þú setur x við vg ef þú vilt rústa þeirri uppbyggingu sem hefur verið undanfarin 16 ár.

Svo er bara að hugsa málið fram að 12. maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hmm. Eru VG með skýra stefnu? Ef það að vera með umhverfisvernd og bjóða uppá eitthvað annað er trúverðugleg stefna þá detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Mér finnst líka lítið gert úr hlutverki Framsóknarflokksin síðustu 12 ár því ekki hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið einn í ríkisstjórn. Meira að segja hefur mér stundum fundist eins og Framsókn séu einir í ríkisstjórn þegar mikið gengur á. Hvar voru Sjálfstæðismenn þegar mikið gekk á vegna Kárahnjúka? Hvar voru Sjálfstæðismenn þegar taka þurfti á heilbrigðismálunum. Framsóknarmenn hafa fengið í sinn hlut þau ráðuneyti sem mest er deilt um og Sjálfstæðismenn fengið að sigla lygnan sjó. 

Þori að veðja að þú getur verið ósammála um eitthvað af þessu

Guðmundur Ragnar Björnsson, 23.3.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Get þó verið sammála fleiru en þú heldur

VG hafa verið duglegir við að halda upp stefnu sinni í ýmsum málum og fylgt þeim eftir inn á þingi meðan samfylkingin hefur snúist í marga hringi.

Auðvitað eiga framsóknarmenn jafn mikið og sjálfstæðismenn í velgengni þjóðarninnar undan farin ár en það sem sagan segir okkur er að framsóknarflokkurinn er hægri flokkur í stjórn með D en vinstri flokkur þegar hann er í stjórn með vinstrimönnum. Þess vegna er ekki hægt að vita fyrir kosningar og fyrir stjórnarmyndun hvað er verið að kjósa.

Ætlar framsókn að halda áfram í stjórn með D eftir kosningar og halda áfram því góða starfi sem verið hefur ef þeir eiga kost á eða ætla þeir að hjálpa til við myndun vinstristjórnar og eyðileggja það góða starf sem unnið hefur verið síðustu ár?

Þess vegna eru það bara tveir flokkar sem þú getur sett x við og verið viss um hvað þú ert að kjósa.

Ágúst Dalkvist, 23.3.2007 kl. 16:42

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég verð nú að segja að Framsóknarmenn eiga samúð mína vegna útreiðar þeirra í skoðanakönnunum undanfarin misseri. Vg og Samfó hafa verið eins og úlfahjörð í kringum þá og sameinast um að glefsa í þá öllum stundum. Enda er það háttur villidýra að ráðast á þá smærri og veikari. Það er rétt hjá Guðmundi að Framsókn hefur borið hitann og þungann af virkjana og heilbrigðismálum. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Skoðaðu xs.is þar eru stefnumál í öllum flokkum.

Tómas Þóroddsson, 24.3.2007 kl. 00:28

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæri bóndi,

Mér fynnst erfitt að þú vitir ekki hvað á að kjósa.  Sjálfstæðismenn kunna að græða peninga en eyða þeim bara í sjálfa sig.  Vinstri grænir eru góðir við örykjana en þekkja ekki muninn á Lottó og atvinnurekendum.  Þú verður sennilega að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu.  Ef maður fær ekki sætustu stelpuna með sér heim verður bara að notast við eitthvað annað.   

Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband