Þetta verður helst í fréttum eftir tvær aldir!

Umhverfisráðherra lagði fram frumvarp á þingi í morgun, þess efnis að rífa Kárahnjúkastíflu og hleypa vatni úr Hálslóni. Þar sem að ekki er lengur þörf á vatnsaflsorku vegna þeirrar tækni sem komið hefur fram á síðustu árum vill umhverfisráðherra færa Kárahnjúka í fyrra horf.

Að það sé mögulegt er tveggja alda gömlum myndum Ómars nokkurs Ragnarssonar, þá fréttamanns, að þakka. En hann myndaði landið í bak og fyrir á sínum tíma.

Með nútíma tækni ætti þetta verk ekki að taka nema tvö til þrjú ár.

Þingmenn stærsta stjórnarandstöðu flokksins, Íslenska umhverfisverndarflokksins, hafa líst andstöðu sinni við málið. Hafa þeir bent á að í lóninu sé mikið dýralíf sem ekki megi fórna vegna einhverra fortíðar drauma.

"Stjórnin verður að gera sér grein fyrir því að við eigum ekki landið, heldur höfum það í láni hjá afkomendum okkar og ber okkur því skilda að skila landinu af okkur í sem bestu ásigkomulagi." Segir í fréttatilkynningu flokksins. Enn fremur segir í tilkynningunni að það beri að vernda sögu landsins fyrir komandi kynslóðir.

Forsætisráðherrann gefur ekki mikið fyrir þennan málatilbúnað stjórnarandstöðunnar og bendir fólki á að kynna sér hvernig umræðan var þegar Kárahnjúkastífla var reist og einnig ætti fólk að kynna sér hvernig umræðan var þegar fyrirhugað var að byggja fyrsta álverið á Íslandi en það má sjá hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður.

Níels A. Ársælsson., 22.3.2007 kl. 12:59

2 identicon

Flott hjá þér Ágúst  ég hef reyndar alltaf haldið því fram að allar framkvæmdir eru afturkræfar,Það liggur í hlutarins eðli að ef þú mokar og býrð til hól,þá ætti alveg eins að vera hægt að moka honum til baka en sandkornin lenda náttúrulega ekkert öll á sama stað. En hverjum er ekki sama um það ef heildar myndir er sú sama

Glanni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Nákvæmlega rétt, nokkuð ljóst að þetta verður svona.

Allar íslenskar virkjanir ERU afturkræfar samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum, það hefur verið rannsakað af sérfræðingum. 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 22.3.2007 kl. 16:41

4 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

hehehe  hrikalega vel að orði komist

Guðmundur H. Bragason, 22.3.2007 kl. 17:13

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já hjartanlega sammála og ég skrifaði um svipað efni í þessari grein minni þar sem ég fjalla um lífið fyrir 25 árum og að ekki er allt sem sýnist í nútímanum..

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.3.2007 kl. 18:44

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flottur Dúddi

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband