Hvað er umhverfisvernd?

1. Er umhverfisvernd það að hafa allt eins og það var?

Ef á breytir um farveg, á þá að koma henni í sinn gamla farveg aftur? Má þá ekki græða upp sandana hér á lálendi sunnanlands eða annars staðar? Verður að höggva skóg sem er stækkandi svo hann breyti ekki lífríki.

2. Er umhverfisvernd það að græða allt upp?

Má þá rækta skóg og breyta öllu því lífríki sem þar er? Má rækta upp sandana þó þeir séu hluti af sérstöðu Íslands? En það má ekki koma upp lónum með ómenguðu vatni fyrir vatnalífverur?

3. Er umhverfisvernd það að gæta þess að maðurinn mengi ekki meira en þörf er á?

Má þá breyta lífríki með því að koma upp lónum og sökkva því lífi sem er fyrir og það komi annað í staðinn? Má þá rækta skóg til að stemma stigu við mengun mannsins þó að hann breyti lífríkinu? Má þá græða upp sandana í sama tilgangi og að rækta skóg?

Sjálfur hallast ég að nr. 3 og tel mig þess vegna vera umhverfisverndarsinna, mér þykja leiðir 1 og 2 vera alltof öfgafullar og kýs þess vegna ekki þá flokka sem aðhyllast þær leiðir.

En hvað segið þið? Hvað finnst ykkur? Fyrir þá sem eru feimnir að skrifa athugasemdir þá er skoðanakönnun hér við hliðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já einmitt...var greinilega efni dagsins hjá okkur Ágúst  af einhverri ástæðu hvötum höfum við orðið að koma þessu frá okkur í dag og eins og ég sagði í bloggi dagsins hjá mér er þessi umhverfisumræða komin út í tóma vitleysu...

Það verða ekki miklar framfarir í þjóðfélaginu ef við sitjum bara heima og látum okkur dreyma ....  

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.3.2007 kl. 20:09

2 identicon

Já það er með ólíkindum öfgarnir eru öfgafullir

Glanni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:32

3 Smámynd: HP Foss

Umhverfisvernd hlýtur að koma að öllu sem gert er á hlut náttúrunnar, sammála því að ræktun á ógrónu landi geta vissulega verið umhverfisspjöll, einnig Hellisheiðarvirkjun og þá notkun okkar sem notun orkuna sem frá henni kemur, þar hleypum við úr jörðinni mikilli orku sem fengist eins menð fallvatnsvirljun, virkjun þar sem vatnið liðast i fallegum lygnum í gegnum túrbínur og nær jafnvægi rétt neðar í ánni.

HP Foss, 22.3.2007 kl. 08:53

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Er ekki málið að þetta er allt saman græn stefna og þar af leiðandi við öll umhverfisverndarsinnar?

Ágúst Dalkvist, 27.3.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband