21.3.2007 | 01:01
Karlalistinn berst fyrir réttindum karla
Nú fyrir nokkru rann út frestur til að sækja um nýjan listabókstaf fyrir alþingiskosningarnar í ár, og einnig er orðið of seint að skila inn stuðningslista við nýja flokka, en sá tími sem gefinn var nægði okkur ekki til að koma fram með "Karlalistann".
Karlalistinn er nýtt afl sem, eins og nafnið bendir til, berst fyrir réttindum karlmanna, sem hafa verið fótum troðin undanfarin ár og jafnvel áratugi, af konum sem sífellt ráðast lengra og lengra inn á svið karla.
Þrátt fyrir að nú sé of seint að bjóða fram þetta nýja afl, viljum við samt fá að kynna fyrir ykkur stefnu flokksins, svo að nauðsynleg hugarfarsbreyting geti orðið í þjóðfélaginu fyrir kosningarnar eftir fjögur ár, en þá munum við bjóða fram, og reyna að endurheimta rétt okkar.
Við viljum útrýma atvinnuleysi, leikskólavandanum og lækka kostnaðinn við menntakerfið með því einu að fá kvenfólkið aftur inn á heimilin. Til að hvetja þær til þess munum við lækka verulega við þær launin en hækka þau þess í stað hjá karlmönnunum.
Við þetta endurheimtir karlkynið aftur sína fyrri stöðu og kemst þá væntanlega úr þeirri tilfinningalegu kreppu sem það hefur verið í undanfarin misseri, en hana má rekja beint til yfirgangs kvenréttinda-kvenna.
Er við höfum lækkað laun kvenna, munu þær ekki geta séð fyrir sér fjárhagslega, og þar sem þær eru fleiri en karlmenn í landinu skapar það viss vandræði. Við munum mæta því með því að leyfa ríkari mönnum landsins að taka sér fleiri en eina konu, svo þær eigi allar möguleika á að ná sér í fyrirvinnu af hreinræktuðum íslenskum stofni.
Til að kæfa kvennréttindabaráttuna viljum við afnema kosningarétt kvenna, en samt sem áður viljum við ekki banna Kvennalistann. Í honum mega vera fegurstu fljóð landsins, sem hafa vit á að hafa hljóð meðan karlmennirnir stjórna landinu. Þetta gerum við vegna þess að það er ódýrara að kjósa eitthvað fallegt inn í þingsalina, en að kaupa málverk eða aðrar skreytingar.
Við viljum leyfa vín- og bjórsölu í matvörubúðum, en með því teljum við að við náum í helling af atkvæðum.
Eins og landsmenn vita hafa hinir flokkarnir einungis hugsað um að pota sér og sínum í launahæstu og valdamestu stöðurnar, en gleyma okkur. Þessu viljum við breyta. Við munum koma okkur og okkar í þessar stöður, svo vertu einn af okkur.
Fyrir hönd karlalistans. Ágúst Dalkvist.
Þessi grein birtist í Mogganum þegar Kvennalistinn bauð fram í síðasta sinn til alþingis. Hvað.... var það ekki 1995. Allavega varð það mikil hugafars breyting eftir að þessi grein kom að kvennalistinn bauð ekki fram aftur . Spurning hvort það þurfi að endurlífga þennan flokk .
Bókstafurinn Æ þótti við hæfi þar sem að við þóttum kvartsárir
Eitt sinn var maður ungur og vitlaus og hélt að lífið væri eintómt grín, nú er maður bara vitlaust og heldur að lífið sé eintómt grín .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
O-flokkurinn lofaði að minnst kost sól sem skini jafnt á alla! Og fékk listabókstaf í samræmi við það!
Kolgrima, 21.3.2007 kl. 01:52
Mér líst vel á að vinna heima...en restin...neeeei ekki alveg að kaupa það
Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.3.2007 kl. 09:06
Mikið er ég feginn að ekki bættist enn einn flokkurinn við flokkastóðið,nóg er fyrir.Við karlmenn þurfum ekkert að væla yfir neinu.Reyndar finnst mér allir eigi að vera hamingjusamir ef fjölskylda þeirra býr við góða heilsu og fólk hafi vinnu við sitt hæfi.Hin lágu laun ´tugþúsunda manna er hins vegar þjóðarskömm,sem núrverandi ríkisstjórn ber að mestu ábyrgð á.Ég þykist vita að Dúddi Bóndi geti verið sammála mér í þeim efnum.
Kristján Pétursson, 21.3.2007 kl. 14:45
Eigum við ekki heldur að vera sammála um Kristján að ríkisstjórnin er að verða búin að skapa umhverfi þar sem hægt er að bæta kjör þeirra lægst launuðu og það verði gert strax á þessu og næsta ári ef við krossum við D í vor
Annars hef ég verið að spá í hvort það sé kannski lögmál í velferðar þjóðfélagi að þeir sem vinna grunnþjónustuna og við matvælaiðnað verði að hafa það verr en aðrir. En það er nú kannski frekar efni í annað blogg en athugasemd við þetta.
Ágúst Dalkvist, 21.3.2007 kl. 15:15
Gaman að sjá þetta
Ég hefði valið XY...til að undirstrika sérstöðuna, við konuræflanir höfum bara tvo eins litninga,,,erum bara XX
Það vantaði bara að staða konunnar væri bakvið eldavélina muuuuuu
Herdís Sigurjónsdóttir, 21.3.2007 kl. 19:26
En Herdís ykkar tveir X litningar eruþó allavega jafnstórir en við erum bara með einn fallegan X litning og annan vesælan Y litning heheheh
Guðmundur H. Bragason, 22.3.2007 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.