13.3.2007 | 18:32
Afkvæmi kýr og manns og innflutt kjöt
Nei nei ég var ekki að eiga við kýrnar hjá mér , bara eina kúna
, nei bara djók
. Fyrirsögnin er nú vegna efnis í nýja Bændablaðinu.
Breskir vísindamenn hafa sótt um leyfi til að búa til fósturvísi þar sem erfðaefni manns er sett í eggjafrumu kýr.
Erfðavísinum er ætlað að verða 99.9% maður. Áætlað er að erfðaefnið úr eggi kýrinnar verði fjarlægt og erfðaefni manns sett í staðinn, leyfa síðan erfðavísinum að þroskast í 6 daga og ná þá úr honum stofnfrumum til tilrauna. Þá verður erfðavísinum eytt.
Kannski eru nauðsynlegar svona tilraunir en einhvern veginn fara þær nú samt öfugt í mann. En það er kannski bara hræðsla við það óþekkta. En vilja ekki einmitt vinstri menn halda því fram að það hrjái okkur hægri menn í mörgum málum .
Einnig er þess getið í Bændablaðinu í dag að innflutt kjöt til Danmerkur væri bakteríumengað. Þegar ég byrjaði að lesa þessa grein datt mér fyrst í hug, vegna minna fordóma, að þetta væri aðallega kjöt frá austur Evrópu en svo er ekki. Eftir því sem segir í greininni er það m.a. frá Frakklandi, Póllandi og Hollandi.
Danir voru sem sagt að gera könnun á smiti kjöts þar í landi. Tóku sýni úr 89 sendingum, bæði dönskum og erlendum. 32 sýnin reyndust vera smituð af salmonellu eða campylóbacter, af þeim voru 31 erlent. Í níu sendingum var smitið það mikið að kjötið var talið hættulegt til neyslu og var endursent og voru þau tilfelli frá löndunum sem ég taldi upp áðan.´
Ætla hér í lokin að láta fylgja með vísu sem birtist einnig í Bændablaðinu og er eftir Sigurð H. Snæbjörnsson og fjallar um hina umtöluðu klámráðstefnu og afdrif hennar.
Í siðferði er sig og hrun,
senn mun harðna glíman.
Forysta bænda bráðum mun
banna fengitímann
Bændablaðið allt má nálgast á vef Bændasamtaka Íslands
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristján Pétursson
-
Dofri Hermannsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Anton Þór Harðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Júlíus Valsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Tómas Þóroddsson
-
Ólafur fannberg
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sigurður Egill Þorvaldsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Aprílrós
-
Bwahahaha...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.