Afkvæmi kýr og manns og innflutt kjöt

Nei nei ég var ekki að eiga við kýrnar hjá mér LoL, bara eina kúna Blush, nei bara djók Wink. Fyrirsögnin er nú vegna efnis í nýja Bændablaðinu.

Breskir vísindamenn hafa sótt um leyfi til  að búa til fósturvísi þar sem erfðaefni manns er sett í eggjafrumu kýr.

Erfðavísinum er ætlað að verða 99.9% maður. Áætlað er að erfðaefnið úr eggi kýrinnar verði fjarlægt og erfðaefni manns sett í staðinn, leyfa síðan erfðavísinum að þroskast í 6 daga og ná þá úr honum stofnfrumum til tilrauna. Þá verður erfðavísinum eytt.

Kannski eru nauðsynlegar svona tilraunir en einhvern veginn fara þær nú samt öfugt í mann. En það er kannski bara hræðsla við það óþekkta. En vilja ekki einmitt vinstri menn halda því fram að það hrjái okkur hægri menn í mörgum málum LoL.

Einnig er þess getið í Bændablaðinu í dag að innflutt kjöt til Danmerkur væri bakteríumengað. Þegar ég byrjaði að lesa þessa grein datt mér fyrst í hug, vegna minna fordóma, að þetta væri aðallega kjöt frá austur Evrópu en svo er ekki. Eftir því sem segir í greininni er það m.a. frá Frakklandi, Póllandi og Hollandi.

Danir voru sem sagt að gera könnun á smiti kjöts þar í landi. Tóku sýni úr 89 sendingum, bæði dönskum og erlendum. 32 sýnin reyndust vera smituð af salmonellu eða campylóbacter, af þeim voru 31 erlent. Í níu sendingum var smitið það mikið að kjötið var talið hættulegt til neyslu og var endursent og voru þau tilfelli frá löndunum sem ég taldi upp áðan.´

Ætla hér í lokin að láta fylgja með vísu sem birtist einnig í Bændablaðinu og er eftir Sigurð H. Snæbjörnsson og fjallar um hina umtöluðu klámráðstefnu og afdrif hennar.

Í siðferði er sig og hrun,
senn mun harðna glíman.
Forysta bænda bráðum mun
banna fengitímann

Bændablaðið allt má nálgast á vef Bændasamtaka Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband