12.3.2007 | 13:40
Hrós á landsbyggðina
Ég landsbyggðarmaðurinn hef ekki gert annað hér á blogginu en að gagnrýna allt á landsbyggðinni, væri ekki hissa á að sumir væru farnir að spurja sig, hvers vegna í fjand... flytur maðurinn ekki bara suður.
En það er mjög gott að lifa á landsbyggðinni (þó margt megi þar bæta eins og annars staðar) og verður sífellt betra. Ég er einn af þeim ösnum sem hætti námi eftir grunnskólann þó að mér gengi þokkalega. Sé náttúrulega hræðilega eftir því í dag en nú með aukinni tækni get ég stundað námið heima í stofu í tölvunni minni.
Byrjaði í haust í fjarnámi frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Tók þrjú fög (9 einingar), ensku, stærðfræði og bókfærslu, bara svona til að kanna hvort ég geti ennþá lært. Fékk 10 í bókfærslu og stærðfræði og 7 í ensku og þótti mér það nægilegur árangur til að halda áfram nú eftir áramótin.
En betur má ef duga skal, nú þurfa háskólarnir að taka sig á svo ég geti haldið áfram námi og geti orðið eitthvað þegar ég verð stór. Mér sýnist að Háskólinn á Akureyri sé kominn lengst í fjarkennslunni en hann krefst þess þó að maður mæti nokkrum sinnum í skólann yfir önnina. Svolítið langt fyrir mig að fara þangað nema ef það kemur góður heilsársvegur yfir Kjöl (veit að það kemur mörgum á óvart að betri vegur um Kjöl kæmi fólki á suður- og norður landi mjög vel en það má nú ekki þar sem nokkur strá gætu farið undir veginn)
Lengsta sem ég hef þurft að fara til að stunda námið við FÁ er 13-14 km. þar sem ég hef þurft að mæta í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri til að taka lokaprófin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Þetta kemur allt með kalda vatninu.
Datt í hug einn brandari vegna athugasemdar hjá Helga við síðasta blogg hjá þér, vona að hann lesi þennan.
Helgi var á leiðinni heim úr vinnunni og kom við í sjoppunni (vann í bænum) til að kaupa sér tyggjó. Þegar hann er að gramsa eftir klinkinu í vasanum finnur hann gamlan lottómiða. Hann ákveður að láta tékka á honum og afgreiðsludaman rennir honum í gegn. Kemur þá í ljós að hann hafði unnið á hann margar milljónir.
Helgi verður yfir sig glaður, hoppar hæð sína í loft upp og ákveður að hringja strax í konuna sína. Hann hleypur út í bíl (gleymdi tyggjóinu) rífur upp GSM-símann, hringir og segir "Sigga Sigga það gerðist svolítið frábært" æpir hann í símann af geðshræringu, "ég vann margar milljónir í lottó", "Vááá Frááábært" segir Sigga, "Jahá það er sko frábært, þetta er það sem ég hef beðið eftir lengi, ég er á leiðinni heim, drífðu þig að pakka niður" segir Helgi í gleðivímu og fullur ákafa, "HA já ég geri það, meiriháttar, hvert er ég að fara?" spyr Sigga orðin mjög áköf, og Helgi svarar með enn meiri ákafa "MÉR ER ANDSKOTANS SAMA, VERTU BARA FARIN ÞEGAR ÉG KEM HEIM" !!!
Jóhanna Fríða Dalkvist, 12.3.2007 kl. 14:22
hehehe
Jóhanna Fríða Dalkvist, 12.3.2007 kl. 14:24
Já, þessi var ansi góður, í mínu tilfelli yrði þetta öfugt, a.m.k. segir hún amma mín, hún Kara á Fossum, að ég megi þakka Guði fyrir að eiga svona góða konu.
Hún hefur ekki búist vð miklu af mér í þeim efnum.
Þannig að ég held í hana á meðan ég get og vona að hún fari nú ekki að lotta.
HP Foss, 12.3.2007 kl. 15:47
Góður þessi Jóhanna.
Eru ekki flestir Háskólar að bjóða upp á fjarnám í dag? KHÍ og allir hinir.
Þú þarft bara að velja þér grein....til að sitja á...eins og hinir páfagaukarnir
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 22:52
Flestir háskólar bjóða upp á fjarnám jú, en bara ekki í þeim greinum sem mér hugnast helst að læra
Ágúst Dalkvist, 13.3.2007 kl. 11:03
Hvað ég vil læra Ragnar? Ekki kannski auðvelt að svara því þar sem ég veit það varla sjálfur , er samt mest að hugsa um viðskiptafræði, hagfræði eða eitthvað því um líkt. Viðskiptafræðina get ég lært í fjarnámi hjá Háskólanum á Akureyri. Ekki væri nú samt að fara til London í próf en eins og þú kannski sást á blogginu hjá mér, þá er enskan ekki mitt besta fag
Takk æðislega fyrir hrósið Vala. Maður þarf þó ekki að vera greindur til að geta lært. Veit ekki þetta með pólitíkina, hef rosalega gaman af henni, en þegar nokkrir fundir eru hjá mér á mánuði fæ ég alveg nóg af þeim, veit ekki hvernig ég stæði mig ef það væri atvinna mín að sitja fundi .
Ágúst Dalkvist, 13.3.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.