10.3.2007 | 22:58
Óhamingja leið að hamingju?
Ég er orðinn 36 ára og það eru komin rúm 10 ár síðan að síðasti æskudraumur minn rættist. Ég hef verið alveg ótrúlega heppinn í gegnum tíðina.
Mig langaði að verða bóndi
það er ég
mig langaði að skrifa bók
það hef ég gert
mig langaði að eignast góða fjölskyldu
hana á ég.
Hins vegar hafa komið tímabil þar sem að mér hefur fundist ég vera allt annað en heppinn. Vorkenndi mér rosalega og fannst allt vera að fara til fjandans.
Þegar ég neyddist til að flytja af æskuheimilinu þar sem ég ætlaði mér alltaf að vera bóndi og svo þegar fyrri konan fór frá mér (ekki stór vandamál, ég veit, svona miðað við marga aðra)
En þegar ég lít til baka þá sé ég að ef þessi tímabil hefðu ekki komið í lífi mínu, þá væri ég ekki staddur þar sem ég er í dag.
Ég hefði aldrei verið maður til að verða eins góður bóndi og ég er (er þó ekki að segja að ég sé góður, gæti eins orðað það að ég væri ekki eins slæmur og ég hefði annars orðið) og ekki eins þakklátur fyrir að fá að vera bóndi nema að vera búinn að prófa eitthvað annað líka.
Konan mín núverandi hefði aldrei farið og skoðað þennan einstæða föður nema ég hefði verið með fyrri konunni og skylið við hana
Því segi ég við ykkur sem finnst þið eiga erfitt í dag. Það eru miklar líkur á því að það birti upp fljótlega og allt verður betra en það varð nokkru sinni
Ekki missa vonina!!!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Flottur pistill hjá þér og góðar pælingar. mæli með að þú reddir þér myndinni The Secret og horfir á og Hlustar á í rólegheitum. Getur séð kynningartrailer á www.thesecret.tv Hreint út sagt stórkostleg mynd fyrir alla sem velta lífinu fyrir sér
Guðmundur H. Bragason, 11.3.2007 kl. 00:29
höfum tengilinn með á myndina The Secret
Guðmundur H. Bragason, 11.3.2007 kl. 00:30
Nú kemur að blessaðari nettengingunni út á landi, tekur marka klukkutíma að ná í myndir á netinu
Ef ég kemst suður í bráð, þá fæ ég einhvern til að ná í hana fyrir mig
Ágúst Dalkvist, 11.3.2007 kl. 11:04
góður, einmitt það sem ég hugsa stundum. Ef ég hefði sleppt einhverju af því sem ég hef gert er ekki víst að Rúnar væri hér við hliðina á mér
Jóhanna Fríða Dalkvist, 11.3.2007 kl. 12:57
Hvað á maður að halda lengi í vonina?
Ég er búinn að vera með sömu konuna í 16 ár og hún er ekkert að fara .
Úff, vonandi les hún þetta ekki.
HP Foss, 11.3.2007 kl. 21:13
Þú verður alltaf að halda í vonina Helgi
Ágúst Dalkvist, 12.3.2007 kl. 00:09
Hafðu bara samabnd við mig og ég skal láta þig hafa þessa mynd
Guðmundur H. Bragason, 12.3.2007 kl. 12:43
Þetta var flott sett fram hjá þér og haldiru á með þessu hugarfari veruru ætíð farsæll .
Kv. Sveinn
Sveinn Þórarinsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.