9.3.2007 | 22:52
Hannes og Hrafn
Hannes Hólmsteinn og Hrafn Jökulsson voru góðir í Kastljósi í kvöld.
Hannes vild halda áfram að lækka skattana þar sem það hefði gefist svo vel síðustu 16 ár. Er sammála honum með að það hefur gefist vel að lækka skatta hingað til. Það hefur skilað ríkissjóði töluvert meiri tekjum. Spurning er samt hvenær það hættir að skila meiri tekjum í ríkissjóð að lækka skatta. Einhvers staðar hljóta að vera þolmörkin í þeim efnum sem flestum öðrum. Öruggt er allavega ef skattar væru teknir alveg af, þá myndu þeir ekki skila miklu í kassann.
Hrafn virðist ekki vera orðinn þreyttur á að græta samfylkingarfólk þó hann sé hættur að blogga. Hann er enn að biðja samfylkingarfólk að reyna að komast að hvers vegna fylgið hefur hrunið af flokknum síðustu misseri og gaf í skin að það væri m.a. formanninum að kenna, en tók þó fram að hann væri ekki að ráðast á ISG vegna þess að hún væri kona .
Þeir félagar voru líka að ræða hugsanlega stjórnarskrárbreytingu. Mín skoðun í því máli að allir þingflokkar hafi gert sig að algjörum fíflum í því máli. Framsókn á reyndar upphafið af því en hinir hafa fylgt þeim fast eftir. Er furða að traust almennings á þinginu fari þverrandi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
ætli það endi ekki með því að maður neyðist til að skila auðu ef allir ætla að skipta um áherslur til að fylgja tískunni.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 9.3.2007 kl. 22:57
Gleymdi svo að nefna aðal punktinn hans Hannesar.
Hann sagði að það væri tvennt að á Íslandi og það væri veðrið og nöldrið . Hann vildi meina að það væri lítið hægt að gera í veðrinu en nöldrið mætti kannski laga.
Ágúst Dalkvist, 9.3.2007 kl. 23:12
Hannes vill lækka skatta,hver vill það ekki?Hann nefndi þó ekkert um nauðsyn þess að lækka okurvextina,verðbólguna og enn frekar matarverðið.Talar enn um að ísl.fiskveiði stjórnunarkerfið sé það besta í heiminum.Framsal og leigan á kvótanum hefur eins og kunnugt er lagt sjávarbyggðirnar að mestu í rúst.Skyldi Hannes vera með leppa fyrir báðum augum eða vera bara auli.
Kristján Pétursson, 9.3.2007 kl. 23:44
Kristján:
Þeim virðist fara hratt fjölgandi sem vilja hækka skatta miðað við fylgisaukninguna við VG þessa dagana.
Hannesi fannst greinilega ekki vera neitt að því að vera með okurvexti, verðbólgu og hátt vöruverð þar sem það eina sem honum fannst vera að var nöldrið og veðrið. Tók það sem svo að hann væri að nöldra yfir veðrinu og nöldrinu .
Ég er nú reyndar einn af þeim sem er hlynntur íslenska fiskveiðikerfinu. Ekki það þó að ég telji það fullkomið og hafið yfir gagnrýni. Tel þó að það hafi verið nauðsyn þegar því var komið á að hagræða í sjávarútveginum svo hann yrði samkeppnishæfur á markaði. Það kom vissulega mjög illa við mörg byggðarlög en hefði komið sér illa fyrir alla þjóðina ef því hefði ekki verið komið á. Þetta er það sama og við bændur erum að ganga í gegnum þessi misserin. Okkur fækkar og búin stækka til að geta boðið lægra verð. Það kemur líka mjög illa niður á mörgum byggðarlögum. Svo ég telst víst líka vera auli
Hanna:
Þakka þér ynnilega fyrir að vera ósammála mér . Miklu skemmtilegra að rökræða við þá sem eru ósammála manni . En eins og kemur fram hér að ofan þá er ég soddan auli og fatta ekki hvað það er sem þú ert svona ósammála mér um. Lýsti aðeins orðum Hannesar en sagðist hvergi vera sammála honum og ef þú lofar að segja engum þá er ég oftast ósammála honum . Vil ekki að samfylkingarfólk komist að því, þá myndu þau telja að það væri kominn klofningur í sjálfstæðisflokkinn
Ágúst Dalkvist, 10.3.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.