8.3.2007 | 15:50
Ritað eftir minni.
Ef ég man rétt þá var fréttastofa sjónvarpsins að gera verðkönnun á sambærilegum matarkörfum í USA, í Danmörku og hér á landi.
Ef ég man rétt þá var mjólkin ódýrust hér á landi en kjúklingabringurnar LAAAANG dýrastar.
Ef ég man rétt þá var maður ( sem ég man ekki hvað heitir) frá Bónus að rökræða við Guðna Ágústsson í Kastljósi um daginn.
Ef ég man rétt þá sagði sá ágæti maður að Bónus seldi megnið af sínum kjúklingabringum á 14-15 hundruð kr/kg og var Bónus þá ekki með neina álagningu á þeim.
Ef ég man rétt þá sagði þessi maður líka að Bónus hefði að meðaltali 140 kr af hverju kg. kjúklingabringna. Fór ég þá að spá hvað þær kjúklingabringur mættu kosta til að koma meðaltalinu í 140 kr/kg þegar MEGNIÐ af þeim er selt með engri álagningu.
Ef ég man rétt þá var þeirri spurningu svarað í fyrr nefndri verðkönnun en ef ég man rétt þá voru þær kjúklingabringur sem þar voru á boðstólum Bónusmanna verðlagðar á langt yfir 2000 kr/kg. Það munaði sem sagt um 1000 kr á hvert einasta kg.
Ef ég man rétt þá eru þessar 1000 kr um þriðjungur og kannski meira af þeim mun sem var á matarkörfunum og hafa skekkt myndina verulega.
Ef ég man rétt þá hefur þessi könnun verið fals og svik í boði fréttastofu sjónvarps eða Bónuss, nema hvort tveggja hafi verið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Ég var einmitt að skrifa það á bloggið hjá pabba að mér fannst fáránlegt að hafa kjúklingabringur í þessari körfu, þar sem þær eru kannski ekki "týpísk" innkaupavara. Ég get allavega vottað það að ég hef ekki fengið kjúklingabringur á 14-15hundruð í Bónus, hljóta að vera einhver tilboð í smá tíma. Ég fæ samt alltaf póst frá þeim þegar eru tilboð þannig að það ætti ekki að fara framhjá mér. Hinsvegar hafa þeir verið með læri og vængi á fínum tilboðum.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 8.3.2007 kl. 16:59
Smá innlegg í matarumræðuna. Kjúklingabringur hérna í Óðinsvéum eru á 500 ISK/kg og léttmjólkin á 3,95 danskar sem gerir ca. 42 krónur lítrann. Það verður þó að taka fram að þessi mjólk er uppruninn í Germaníu superior. Hinsvegar er eitthvað mjög loðið við þessa útreikninga fréttastofunnar og Bónuss.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 9.3.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.