5.3.2007 | 11:25
Hægri menn fagna?
Tvö ný framboð virðast vera í burðarliðnum. Ómar og co, hægri grænir, og svo öryrkjar og aldraðir.
Stjórnarflokkarnir hljóta að fagna þessum tveimur framboðum þar sem mér þykir sýnt að báðir þessara flokka muni taka stærstan hluta af sýnu fylgi af stjórnarandstöðunni.
Ég ætla að leyfa mér að spá því að aldraðir og öryrkjar nái ekki manni á þing. Þau sem kjósa þann flokk verða fyrst og fremst þau sem eru ekki sátt við stjórnina og hefðu, ef þessi flokkur ekki komið fram, kosið stjórnarandstöðuna. Held að það sé því ljóst að þetta framboð geri lítinn ursla í herbúðum stjórnarinnar.
Hægri grænir munu taka fylgi sitt víðar og gæti verið að þau komi fólki á þing. Fyrst og fremst munu þau þó taka af VG og sennilega munu þau ná í töluvert af því fylgi sem samfylkingin hefði náð í út á "Fagra Ísland". Hægri grænir munu þó einhverju fylgi ná af stjórnarflokkunum en ekki í því mæli sem þeir taka af stjórnarandstöðunni. Stærsti kosturinn við þetta framboð er að mér þykir ekki ólíklegt að það verði til þess að frjálslyndir nái ekki manni á þing og eftir innflytjenda umræðuna þeirra bæri að fagna því.
![]() |
Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristján Pétursson
-
Dofri Hermannsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Anton Þór Harðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Júlíus Valsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Tómas Þóroddsson
-
Ólafur fannberg
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sigurður Egill Þorvaldsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Aprílrós
-
Bwahahaha...
Athugasemdir
Fyrir utan allt það sem þríeykið stendur fyrir þá myndi ég aldrei kjósa þennan flokk af þeirri ástæðu eingöngu að Jakob Frímann er í honum. Hverjum dettur í hug að hafa mann þarna sem eyddi á sínum tíma formúgu í auglýsingar á sjálfum sér og fékk samt ekki nein atkvæði!!! Ég er hrædd um að Margrét hafi endanlega skotið sig í fótinn með því að slá sér upp með þessum mönnum. Ég hef álit á henni en mér mun verða lífsins ómögulegt að styðja hana í þessu því miður. En já vonandi taka þau bara fylgi af stjórnarandstöðunni, því þetta rifrildi er orðinn hálfgerður "kerlingaslagur" og konur eru konum verstar, það er því miður ekki bara máltæki.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 5.3.2007 kl. 11:46
já ég er fúl
Jóhanna Fríða Dalkvist, 5.3.2007 kl. 11:46
1.......2...........3...........4.............5.............6..........7.............8..............9.............10
..............orðin róleg 
Jóhanna Fríða Dalkvist, 5.3.2007 kl. 11:47
þarna er ég alveg sammála Jóhönnu, JFM fælir frekar frá en hitt, hefur nokkrum sinnum reynt að komast að en alltaf verið hafnað, á ekki von á að það breytist nú
Anton Þór Harðarson, 5.3.2007 kl. 22:05
Margrét átti 1 sæti í Reykjavík suður hjá Frálslyndum, alveg þangað til klukkutímann sem hún ákvað að ganga úr flokknum. Málefnahandbókina okkar átti hún stóran hlut í að semja, ekki hefur verið stafkrók breytt í henni. Þannig að ekki eru málefnin að þvælast fyrir þar.
Stundum getur verið erfitt að fá ekki allt sem maður telur sig eiga. En svo er líka spurningin hvernig maður spilar út því sem maður hefur. Þar reynir á og sker úr um hver er sigurvegari og hver ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.