2.3.2007 | 18:59
Hægri menn hræddir við að vera í minnihluta?
Í fjölda ára hefur verið við lýði fjögura flokka kerfi á Íslandi. Tveir sem telja sig heldur til vinstri, nú samfó og vg, einn á miðjunni, framsókn, og einn heldur til hægri, sjálfstæðisflokkur.
Hvað er vinstri og hvað er hægri? Þessi hugtök eru komin úr breska þingsalnum, hægir menn sátu hægra megin og vinstri menn vinstra megin. Eftir því sem mér var sagt núna um daginn voru hægri menn "íhald" og vildu engu breita nema að vera vissir um að það væri til góðs og þar sem þeir gátu ekki verið vissir nema að prófa, þá vildu þeir ekki breita neinu. Vinstri menn vildu hins vegar breita breitinganna vegna, voru bara aldrei ánægðir með þáverandi stöðu hversu góð sem hún var. Veit ekki hvort þetta er allt sannleikanum samkvæmt en skemmtileg rök engu að síður.
Þessi hugtök hafa þó þróast í tímanna rás eins og svo margt annað. Fyrir mér merkir hægri stefna meira frjálsræði einstaklingsins og minni afskipti ríkisins en vinstri stefna hins vegar stendur fyrir meiri afskipti ríkisins og jöfnuði milli einstaklinga.
Ástæðan fyrir því að ég kýs sjálfstæðisflokkinn, sem er lengst til hægri í íslenskum stjórnmálum, er sá að þó að vinstri hugsjónin sé vissulega fallegri á pappír þá gerir eðli mannsins það að verkum að hún getur aldrei virkað sem skyldi.
Með meiri jöfnuði, sem getur aldrei fengist nema með hærri sköttum og þá helst á þá tekju hærri, sér maðurinn ekki eins mörg tækifæri til að koma sér áfram í lífinu, þar af leiðandi beitir hann sér ekki eins og skilar ekki eins miklu til þjóðarbúsins. Framlegð eftir hvern einstakling verður minni fyrir utan að auðmenn koma ekki með fjármagn í landið. Það síðan getur ekki leitt til annars en að tekjur ríkissjóðs skerðast til muna og ekki verður hægt að halda úti allri þeirri félagslegu þjónustu sem vinstri menn þó vilja gera.
Með því að skapa umhverfi þar sem fólk sér möguleika á því að hafa eitthvað verulega út úr vinnunni sinni gerir það að einhverjir skara fram úr og taka til sín mikið fjármagn. Fyrir þetta fjármagn er svo fjárfest og við það skapast atvinnutækifæri fyrir aðra. Allt kerfið rúllar eins og snjóbolti og skilar ríkissjóði margföldum tekjum miðað við það sem áður var og allir hafa það betra þó að vissulega að mikill ójöfnuður skapast. Auðvitað eru þau ekki sátt sem hafa það verst, sama hversu gott þau hafa það enda eigum við alltaf að gera kröfu um að hafa það betra.
En að fyrirsögninni. Hinir svokölluðu vinstri flokkar eru tveir. Þeir eiga þó ekki alfarið við þá lýsingu sem ég setti hér upp á hugtakinu "vinstri", vg komast mikið nær því þó en samfó.
"Hægri" flokkurinn er hinsvegar bara einn og er hann ekki einu sinni alvöru hægri flokkur þó hann halli sér aðeins í þá áttina í einstaka málum.
Hvers vegna er ekki alvöru hægri flokkur til á Íslandi? Er það vegna þess að hægri menn eru hræddir við að vera í minnihluta?
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera lang stærsti flokkur landsins svo lengi sem elstu menn muna, eða svo gott sem, meðan að til dæmis VG og fyrirrennarar hans hafa alltaf verið frekar smár flokkur en alltaf boðið kjósendum þennan kost, að kjósa flokk sem er töluvert til vinstri.
Mér hefur alltaf þótt það skrýtið að það skuli enginn sjá sér færi á því að fylla upp í þess eyðu sem íslenskir stjórnmálaflokkar skilja eftir sig á hægri vængnum. Er viss um að það yrði aldrei stór flokkur sem væri með ríkjandi hægri stefnu í flestum málum en í góðum árum gæti hann hugsanlega farið í 15-20%, svona eftir valdatíð vinstrimanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Held að töluvert af fólki, sérstaklega af ungum sjálfstæðismönnum, sem vildi ganga mikið lengra til hægri heldur en sjálfstæðisflokkurinn gerir.
Er þó ekki að mælast til þess að hægri flokkur verði stofnaður, heldur bara að velta fyrir mér ástæðunni fyrir því að það er ekki gert.
Eins má líka spyrja afhverju vinstri menn geta ekki sameinast í einn flokk eins og hægri menn. Það bara eitt segir nú ýmislegt um hversu þeim er treystandi til að vera við völd.
Ágúst Dalkvist, 3.3.2007 kl. 22:40
Með að ganga lengra til hægri á ég við að SUS hefur ítrekað ályktað að ríkisstjórnin gangi ekki nógu langt og nógu hratt í einkavæðingunni, eins vilja þeir ganga harðar að bændum ekki ósvipað og samfylkingin hefur boðað með sínum tillögum.
Einn stór vinstri flokkur á sennilega seint eftir að verða enda eru flest allir flokkarnir að sækja inn á miðjuna í æ ríkari mæli, kannski þó síst VG.
Get tekið undir það með þér að ekki er mikill munur á lífskoðunum margra í sjálfstæðisflokknum annars vegar og samfylkingunni hins vegar þó að stefna þessara flokka sé mjög frábrugðin. Ég persónulega hef kunnað best við stefnu sjálfstæðisflokksins og er ekki sammála þér með það að ekki sé hlustað á þá sem eru annarrar skoðunnar þar, hins vegar verður stefna flokksins að fara eftir vilja flestra og þá verða alltaf einhverjir undir, það er eins í öllum flokkum t.d. samfylkingunni þar sem að ekki eru allir sammála um einmitt þessa málaflokka sem þú nefnir.
Ég er heldur auðvitað ekki sammála þér með hagstjórnina. Ég vil meina að sennilega hefði ekki verið hægt að stjórna henni betur.
Mikil uppsveifla hefur verið í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum og hefur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum tekjum. Auðvitað koma timburmennirnir á eftir en með áframhaldandi góðri stjórn verða þeir aldrei eins slæmir eins og hagkerfið var áður en uppsveiflan byrjaði.
Það eina sem ég get fundið virkilega slæmt við sitjandi ríkisstjórn og það varðar málefni aldraða. Þau sem eru öldruð nú borguðu ekki nærri alla starfsævi sína í lífeyrissjóði og eiga því ekki eins mikið inn í þeim eins og við vonandi eigum eftir að eiga þegar við eldumst. Þess vegna er mjög brýnt að þau fái að njóta hagvaxtarins nú þegar.
Eðlilega er það svo í fleirum smá málum sem ég er ekki sammála stjórninni en kemst þó næst því að vera sammála sjálfstæðismönnum af þeim flokkum sem nú eru í boði
Vantar reyndar alveg flokk á Íslandi sem hefur skilning á landsbyggðinni finnst mér
Ágúst Dalkvist, 4.3.2007 kl. 01:54
Ég persónulega er yfirleitt ekki sammála SUSurum og myndi sjálfur aldrei kjósa flokk sem stæði langt til hægri . Eina sem ég var að furða mig á að enginn skyldi samt stofna þannig flokk til að koma sér á þing. Samfó og VG eru líka til þó ég muni heldur aldrei kjósa þá .
Þú telur þarna upp nokkra einkavæðingar möguleika og segir að þú viljir ekki einkavæða í heilbrigðiskerfinu.
Hef stundum velt því fyrir mér og það eru til sterk rök fyrir því að einkavæða í heilbrigðiskerfinu þó það séu auðvitað til sterk rök á móti því líka.
Ef ég inni nú fimmfaldann pott í víkingalottóinu (alltaf gott að láta sig dreyma ) og barnið mitt veiktist. Það væri kannski langur biðlisti að aðgerðinni sem það þyrfti að fara í vegna þess að ríkið hefði ekki efni á að gera nokkrar svona aðgerðir á ári, afhverju ætti ég þá ekki að mega borga fyrir aðgerð á barninu mínu ef ég gæti borgað fyrir það úr eigin vasa?
Vissulega veldur þetta frelsi í viðskiptalífinu hættu á samþjöppun á markaði og síðan einokunnar og á henni verður alltaf að reyna að finna leiðir til að vinna á. En einokun og hækkun vöruverðs er þó ekki nærri eins mikil ógn eins og atvinnuleysi og það að hagræða svona á markaði og auka þar með framlegðina eykur líka framkvæmdir í landinu sem tryggir okkur vinnu.
Hugsa að það sé ekki til fullkomið kerfi svo við verðum því að velja það besta og eins og er er sjálfstæðisflokkurinn eini flokkur landsins sem er tilbúinn til að stuðla að því.
Ágúst Dalkvist, 4.3.2007 kl. 11:12
Vil benda á að hugtökin vinstri og hægri eru komin frá frönsku byltingunni þar sem Robespierre og félagar sátu vinstra megin í franska þjóðþinginu.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 4.3.2007 kl. 11:28
Ef ríkið ætti x milljónir til að framkvæma svona aðgerðir en það dyggði ekki og það myndaðist biðlisti.
Þú ættir hellings pening og gætir borgað fyrir einhvern sem þurfti í aðgerðina (þig sjálfan, barnið þitt, foreldra o.s.fr.) og sá þyrfti ekki að vera í biðröðinni.
1. Ríkið ætti enn þessar x milljónir og gæti enn framkvæmt eins mikið af aðgerðum, enginn þyrfti að bíða lengur.
2. Sá sem að þú borgaðir fyrir myndi ekki lengja biðlistann yfir þá sem ríkið þyrfti að borga fyrir svo aðrir kæmust fyrr að.
Það er ekki langt síðan að það var verið að tala um að aldraðir dæju áður en þeir fengju viðunnandi þjónustu og jafnvel lækningu.
Las grein fyrir stuttu, eftir að mig minnir næringafræðing, sem fullyrti það að Bandaríkjamenn borguðu meira til heilbrigðiskerfisins heldur en flestir pr. mann. Hugsaðu þér þá hvernig það væri þar ef enginn mætti borga fyrir sig sjálfur.
En auðvitað gæti það litið þannig út að þeir ríku gengu fyrir þó í raun þeir væru að hjálpa til með því að borga enn meira til heilbrigðiskerfisins
Já og takk fyrir upplýsingarnar Guðmundur, nú verð ég að fara að kanna hvor heimildamaður minn hefur á réttu að standa. Fannst þetta passa betur við enskuna þar sem vinstri getur líka þítt "eftir, á eftir" og hægri gæti líka þítt "rétt" svona í framburði
Ágúst Dalkvist, 4.3.2007 kl. 15:21
Það eru biðlistarnir, sem eru vandamálið. Ólíðandi í heilbrigðismálum. Stafi þeir af fjárskorti mundi aukagreiðsla flýta fyrir aðgerð þeirra, sem á eftir kæmu. Ef engir væru biðlistarnir, væru allir jafnir, hver sem borgaði. Núna geta þeir sem eiga pening, farið utan og við, sem eftir sitjum bíðum eftir að ríkið eignist aura.
Guðjón D Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.