Fóstureyðingar líknarmorð?

Þrymur vinur minn og stórbloggari Sveinsson var að blogga um fóstureyðingar í dag og talaði um það þar að þetta væri spurning um ákvörðunnarvald og taldi að konur ættu að hafa þetta vald?

Ekki þori ég að segja að svo sé ekki en þó, það eru rök sem að mæla gegn því og langar mig aðeins að benda á þau.

Talað er um að heilbrigði barnsins og félagslegar aðstæður móðurinnar geti skipt sköpum við ákvörðun hvort fóstureyðing ætti að eiga sér stað eða ekki.

Ég persónulega held að það geti verið mjög erfitt í flestum tilfellum að vera viss um að barnið geti ekki átt gott líf þó það sé ekki eins og fólk er flest, spurning hvort það sé ekki oft verið að hugsa um foreldrana og kannski aðra aðstandendur þegar ákveðið er að eyða slíku fóstri.

Þetta með félagslegar aðstæður. Veit um og hef heyrt um enn fleiri konur sem engan veginn geta fyrirgefið sér að hafa farið í fóstureyðingu á þessum forsendum, telja sig ekki hafa vitað á sínum tíma hvað þær voru að gera. Oft er betra að vera vitur eftir á í þessum efnum sem öðrum.

Þetta með að konur eigi að hafa þetta ákvörðunnarvald hljómar vissulega vel en fær mann samt til að hugsa um hverjir og hvenær eigi að hafa fullt ákvörðunnarvald.

Tökum t.d. sem dæmi ef afi þinn væri orðinn gamall og sjúkur og vissi vart í þennan heim né annan. Hann væri ekki lengur sjálfráða og þú færir með öll hans ráð. Þú teldir það nokkuð ljóst að hann ætti ekki eftir að líta góðan dag það sem eftir væri ævinnar. Ættir þú þá að hafa það ákvörðunnarvald að hann yrði deyddur til að lina þjáningar hans?

Þegar ég les þetta yfir sem ég hef skrifað hérna þá er eins og ég sé alfarið á móti fóstureyðingum og telji að þær konur sem velja þessa leið séu morðingjar en það er alls ekki svo. Ég veit að það eru mörg rök fyrir því að konur fari í fóstureyðingu og ættu að hafa fullan rétt til þess en samt eru þessar svörtu hliiðar á því t.d. að sumar þessara kvenna sem hafa látið eyða fóstri vildu óska þess nú að þær hefðu ekki haft möguleika á að taka þessa ákvörðun.

Einstaka vinkonur mínar hafa farið í fóstureyðingu og þær vita að ég vil ekki að þær verði dæmdar fyrir morð Smile

Svo er einn vinkill enn sem vert er að skoða, svona í ljósi allrar umræðu núna undanfarið um jafnrétti. Flestir krakkar eiga nefnilega pabba, veit ekki hvað ég myndi gera ef kona gæti tekið einhliða ákvörðun um að eyða barninu mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

HAHAHAHAHAH... ekki á meðan þú LOFAR að vera ósammála mér stundum

Ágúst Dalkvist, 25.2.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er grein, Þrymur minn, eftir mann, sem var enginn miðaldamaður, læknisfræðiprófessorinn Sir William Liley: Minnsta mannsbarnið (The Tiniest Human). Lestu hana, fræðstu, og gefðu svo álit þitt. Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 25.2.2007 kl. 01:11

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ha ha, þú ert vissulega fyndinn, en hlæðu þig ekki fram hjá þessu sjálfsagða verkefni þínu, Þrymur minn.

Jón Valur Jensson, 25.2.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband