Matarverð

Fáránleg þessi málflutningur hjá Bónusmönnum núna undan farið hvað varðar matarverð á Íslandi.

Þeir segjast geta selt erlendar kjúklingabringur með 30 kr. álagningu á hvert kíló en selja þó íslenskar með 174 kr. álagningu að meðaltali yfir árið og ekki treysta þeir sér til að selja þær í Færeyjum með svona lítilli álagningu. Þessi málatilbúningur þeirra er einungis til þess fallinn til að slá ryki í augu almennings.

Mikið tala þeir líka um að þeir þurfi að sitja við sama borð og verslunnarmenn í nágrannalöndunum, en hvað þá með bændur?

Eins og Þórarinn Ólafsson bendir á á vef Landsambands kúabænda þá sitja ekki bændur við sama borð og félagar þeirra í löndunum í kringum okkur. Hann tekur sem dæmi vökvakerfisolíu sem kostar 404 kr. á Íslandi en 181 kr. í Þýskalandi, 55% ódýrari en sú íslenska. Þetta er bara lítið dæmi, allt það sem við þurfum að kaupa til okkar framleiðslu er margfalt dýrara en félagar okkar, t.d. í Danmörku, þurfa að kaupa fyrir sína.

Tek bara enn og aftur fram að það er ekki bara hægt að lækka verð á íslenskri matvöru en halda öllu öðru vöruverði svona háu. Þeir sem vinna við matvælaframleiðslu og vinnslu geta ekki búið í öðru hagkerfi en aðrir íslendingar.

En hvers vegna er vöruverð svona hátt hér á landi, hvort sem það er matvara eða annað?

Vöruverð eru hæst í Noregi, Sviss og Íslandi. Það er vegna þess að kaupmáttur er mjög mikill í þessum löndum. Þó að vöruverð sé hátt í þessum löndum þá er almenningur að eyða minni hluta af laununum sínum í matvörukaup en almenningur í öðrum löndum.

Allt er þetta keðjuverkandi. Þegar almenningur hefur það gott fjárhagslega eins og raun er hér á landi, þá er það tilbúið til að borga meira fyrir alla hluti, svo sem húsnæði, ökutæki o.s.fr. Þeir sem svo vinna við matvælaframleiðslu, matvælavinnslu, flutninga og verslun þurfa svo líka að kaupa yfir sig húsnæði og kaupa sér bíla. Þeir þurfa þá að hækka alla hluti hjá sér til að hafa efni á því. Þetta kallast verðbólga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er eru ekki rök fyrir þessu alls ekki/Bonus er með læksta vöruverð sem þekkist/Þessi Landbunaðrstyrkur er að gera þetta niðurgreiðslurnar eru svo miklar 60 milljarar nætu 5 árin!!!!!!Bændur vilja þetta ekki heldur milliliðirnir!!!!////Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 21.2.2007 kl. 21:24

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Gaman væri Halli Gamli hvort þú telur að bændur á Íslandi geti lækkað vöruverð sitt niður í það sama og gerist í öðrum löndum þó að þeir verði að borga mikið meira fyrir sín aðföng heldur en aðrir. Vissulega tekur milliliðinn mikið til sín en það skýrir ekki nærri allan muninn. Ekki máttu heldur gleyma því að í ÖLLUM löndum í kringum okkur eru settir milljarðar í að niðurgreiða landbúnaðarvörur. Vilt þú meina að við eigum ein að taka þær af og ætla svo að keppa við landbúnaðarafurðir frá nágrönnum okkar?

Það er þess vegna sem ég er á moggabloggi Ragnar, til að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri

Ágúst Dalkvist, 21.2.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Gaman væri að vita Halli Gamli.........

Svona átti athugasemdin að byrja

Ágúst Dalkvist, 22.2.2007 kl. 00:35

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Þetta var góð færsla hjá þér Ágúst. Byrjun hennar sýnir einmitt í hnotskurn hvernig taktar Bónuss eru í reynd þó öðru sé haldið fram af þeirra hálfu. Við skulum ekki gleyma því að stuðningur við landbúnað er fyrir hendi í öðrum löndum, sem er/verður þá flutt inn hingað til lands. Grundvallarspurningin, sem allir verða að spyrja sig að, og svara heiðarlega án undanbragða er, vil ég hafa landbúnað á Íslandi? Mitt svar er einfaldlega já. Síðan er að finna rétta farveginn í þessu.

Sá í morgun mynd af undirritun "þjóðarsáttarinnar" 1990 þar sem Haukur H. sat á milli tveggja mógúlanta (Ásmundur og Þórarinn V held ég að rétt sé) og með því fylgdi að einna mest hefði bændastéttin lagt til þeirrar gerðar.

Ragnar Bjarnason, 22.2.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband