Landsbyggðaflótti!!!

Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í málunum og reyna að stemma stigu við þessum mikla landsbyggðaflótta?

Var í sjónvarpsfréttum, bæði í gærkvöldi og í fyrrakvöld, að hrafninn er meira að segja fluttur suður. Hann er nú vanur að þola margt og mikið og geta gert sér flest að góðu en nú hefur hann meira að segja fengið nóg og flestir þeirra, eins og áður kom fram, fluttir suður.

En svona til að líta á björtu hliðarnar, þá get ég nú bara verið ánægður með sjálfan mig. Harðari af mér en hrafninn þar sem ég bý enn á landsbyggðinni og er ekki á leiðinni suður........ sem stendur.

Annars sé ég ekkert eftir krumma. Sem saklausum sveita dreng, bæði í æsku og nú, þykir mér óskaplega vænt um skepnurnar mínar en þegar ég var unglingur þá fann ég tvær af uppáhalds ánum mínum afvelta og krummi hafði komist í þær. Hann hafði sett gat á vömbina á annari en tekið bæði augun úr hinni en þær voru samt báðar lifandi þegar ég fann þær. Síðan hefur krummafjandinn alltaf farið í taugarnar á mér Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Cactus hefur það fyrir vana að elda sér krumma um miðja Jónsmessuna.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Ég hef alltaf Svalbarða í bakhöndinni, - þegar allt virðist vera orðið svart :)  Þar fær maður meira segja skattaafslátt ef maður flytur þangað!  

Auk þess eru þeir alltaf að gera e-hv sniðugt þar eins og að reyna finna stórhættulega veiru/eða var það baktería.  Örugglega engir hrafnar þar heldur.

Bkv. Eygló 

Eygló Þóra Harðardóttir, 15.2.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Svalbarði hljómar vel

Ágúst Dalkvist, 15.2.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband