13.2.2007 | 11:26
Áhrif skoðanakannana
Nú er Guðni vinur minn Ágústsson landbúnaðarráðherra ekki par sáttur við fréttablaðið. Í síðust könnun blaðsins á fylgi stjórnmálaflokkana er framsókn vart mælanleg og það líkar ekki gamla landbúnaðarlukkutröllinu. Hann sakar Fréttablaðið um slæm vinnubrögð og jafnvel að hafa rangt við, það sé að beita fyrir sig skoðanakönnununni til að fella stjórnina.
Ekki hef ég mikla trú á því að Fréttablaðið sé að hafa rangt við en þessi gagnrýni Guðna fékk mig þó til að fara að hugsa um áhrif skoðanakannana.
Tökum t.d. þessa skoðanakönnun Fréttablaðsins og gefum okkur að það hafi haft rangt við, hafi gefið út falskar niðurstöður til að fella ríkisstjórnina.
Samfylkingin mælist í svolítillri uppsveiflu eftir mjög erfitt gengi undanfarið. Getur verið að fólk fari að hugsa núna að fyrst að þetta margir séu farnir að sjá eitthvert vit í stefnu hennar þá hljóti að vera eitthvert vit í henni?
Framsókn mælist með tvo þingmenn inni eftir því sem mér skylst. Slíkt fall hlýtur að leiða til þeirrar hugsunnar hjá kjósendum að það þíði ekki að eyða atkvæði í þá. Það verði algjörlega til einskis þar sem þeir verði alveg áhrifalausir eftir næstu kosningar. Betra væri þá örugglega að kjósa samfylkinguna sem er í uppsveiflu.
Skoðanakannanir hafa því örugglega mikil áhrif á úrslit kosninga. Við síðustu kosningar held ég t.d. að framsókn hafi grætt mikið á skoðnanakönnunm. Stjórn þeirra og sjálfstæðismanna hefur verið sterk og vinsæl og þegar fólk hefur séð hvað framsókn hefur gengið hálf illa í skoðanakönnunum hefur það kosið þá þegar í kjörklefann kom til að stuðla að áframhaldandi veru framsókn í ríkisstjórn. Nú hins vegar virðist fólk vera komið með nóg af þessari stjórn, enda er hún búin að vera lengi við völd, og vill fá einhverja aðra með sjálfstæðisflokknum í næstu stjórn.
Sagt er að það skuli þó ekki afskrifa framsókn, hún hafi níu líf, en ég held að því síðasta sé að ljúka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
hehehe, þeir gleyma örugglega líka kosningabaráttunni í gleði sinni yfir að losna við Kristinn H, halda líka örugglega að það dugi til að vinna sér inn fleiri menn
Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.2.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.