Mis hörundsár

Hef lengi haft gaman af pólitískri umræðu. Nú undanfarið hef ég flakkað aðeins hér um á moggabloggi og rekist á marga góða umræðuna um pólitíkina.

Það er svolítið merkilegt hvernig fólk virðist bregðast við eftir flokkum.

Lítið er talað um frjálslynda nema helst þau sjálf og eru þau þá helst að rífa niður sinn eiginn flokk.

Lítið er deilt á VG nema þá helst af samfylkingarfólki sem maður hefði haldið svona fyrir fram að myndi helst standa með VG til að reyna að fella ríkisstjórnina. VG-liðar virðast hins vegar að mestu láta þær aðfinnslur sem vind um eyru þjóta.

Ekki er mikið um málefnalegar ádeilur á sjálfstæðisflokkinn. Aðallega bara í því formi að það verði að koma ríkisstjórninni frá og til þess notuð slagorð sem lýsa hálfum sannleikanum.

Ekki er heldur mikið um málefnalegar ádeilur á framsókn en mikið talað um slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum þessi misserin. Eitthvað virðist vera lítið af framsóknarmönnum á moggabloggi eins og annars staðar um þessar mundir en þeir sem láta í sér heyra virðast gera sér grein fyrir vandanum og ætla sér að taka á honum. Svo er bara að sjá hvernig það gengur.

Mikið er deilt á samfylkinguna. Sérstaklega úr röðum stjórnarliða sem er ekkert skrýtið þar sem að samfylkingin hefur einsett sér að fella stjórnina og er því með, eins og ég sagði áðan, slagorð sem segja hálfan sannleikan til að gera lítið úr stjórninni. Stuðningsmenn stjórnarinnar hafa verið duglegir að svara fyrir sig en samfylkingarfólk virðist ekki þola það vel. Þeirra málefna tilbúningur fer þá mest út í það að að stjórnarliðar ættu ekki að vera að skrifa illa um samfylkinguna, ættu frekar að eyða tíma sínum í að deila á aðra o.s.fr. Öllum öðrum en sjálfu sér kennir það um ófarir í skoðanakönnunum undan farið.

Samfylkingarfólkið fær því titilinn að vera hörundsárasta stjórnmálafólkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband