Ódýrar kosningabrellur

Er fólk ekkert að verða þreytt á ódýrum kosningabrellum stjórnmálaflokkana?

T.d. þegar það er verið að tala um mikla fátækt á Íslandi án þess að taka með í reikninginn hvernig það er reiknað út.

Sennilega er ég einn af þeim fátæku. Hef ekki efni á að eiga nema einn bíl og það er ekki jeppi og ekki árgerð 2005 eða yngri. Hef ekki efni á að kaupa mér neinn fjölmiðil nema RÚV. Fer ekki í bíó í hverjum mánuði og svo mætti áfram telja. En mér líður nú samt vel.

Ekki má þó misskilja orð mín þannig að ég viti ekki að margir hafi það verra en ég hér á landi. Sannað er hins vegar að fátækt á Íslandi er yfirleitt mjög tímabundin hjá hverjum einstaklingi sem lendir í þeirri aðstöðu að verða fátækur. Hef sjálfur lent í því að vera mikið fátækari en ég er í dag og í dag vildi ég ekki vera án þeirrar reynslu. Held að það sé öllum gott að prófa það í smá tíma.

Fleiri ódýrar kosningabrellur má nefna. Skuldaaukningu heimilanna án þess að nefna eignaaukninguna, hátt matvælaverð án þess að nefna hvað stór hluti tekna landans fer í matarkaup og svo mætti lengi lengi lengi telja.

Auðvitað nefni ég bara ódýru kosningabrellur stjórnarandstöðunnar þar sem að ég styð annan stjórnarflokkinn og beiti þar með fyrir mig enn einni ódýru kosningabrellunni Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband