29.1.2007 | 22:41
Læt samt vaða
Var á aðalfundi félags kúabænda í dag. Veit ekki hvort ég á að þora að segja frá fyrirlesara þess fundar þar sem að það er farið að finna mikið að því hér á moggablogginu að það sé talað um hana.
Ingibjörg Sólrún var alveg frábær á þessum fundi, allt sem hún sagði féll í góðan jarðveg hjá kúabændum, allir ætla að kjósa samfylkinguna þar sem þeir treysta henni fyrst og fremst til þess að bjarga bændum frá þeim slæmu tímum sem þeir lifa við í dag.
Sagði mig úr sjálfstæðisflokknum í dag og gekk í samfylkinguna!
Þetta vilja sennilega fylgisfólk samfylkingarinnar heyra svo það geti haldið áfram að fela sig fyrir sannleikanum.
Málið er að hún stóð sig alls ekki nógu vel. Flestar, og sennilega er mér óhætt að segja allar, tölulegar staðreyndir í ræðunni hennar voru rangar. Hún taldi að kúabændum hefði fækkað töluvert meira en raun ber vitni, niðurgreiðslur til kúabænda voru helmingi hærri í ræðunni hennar heldur en við fáum og svo mætti áfram telja.
Mér finnst líka alveg ótrúlegur málatilbúnaður samfylkingarinnar. Hún kvartar undan því að það sé ekkert aðhald í ríkisrekstrinum hjá núverandi stjórn en svo ætlar hún að lækka matvöruverð og vexti. Hvað gerir það annað en að auka á þensluna?
Svo finnst mér svo gaman að því þegar hún talar um að lækka matvælaverð. Það er eins og hún haldi í raun og veru að þau sem framleiða og vinna matvöruna okkar geti lifað í einhverju öðru hagkerfi en allir aðrir . Það sé bara hægt að lækka matvælaverð án þess að annað þurfi að fylgja með. Það er nefnilega bara svo skrítið að allur sá fjöldi fólks sem vinnur eitthvað í sambandi við matvæli þarf líka að lifa og þarf að hafa þannig laun að það ráði við allt annað verðlag eins og aðrir. Það er því ALVEG sama hvað Ingibjörg Sólrún heldur fram en það er bara svo að ef það á að ná niður matarverði í koma því í samræmi við löndin í kringum okkur, þá þarf að koma flestu ef ekki öllu öðru niður í það líka. Það er ekki gert nema að minnka kaupmátt. Er það það sem samfylkingin vill????
Ekki vildi hún ræða í dag hvað mörg prósent launa íslendinga færi í matvælakaup. Það er nefnilega í samræmi við evrópuþjóðir en um það má ekki tala.
Því miður verð ég að segja að formaður samfylkingarinnar klúðraði málum enn í dag og ég bara skil ekki að fólk sé að kaupa þessar innihaldslausu yfirlýsingar hennar. Þeim er reyndar alltaf að fækka sem gera það.
Ég veit að það lítur út fyrir að margir hér á moggablogginu séu með einhverja þráhyggju þegar Ingibjörg Sólrún er annars vegar. En þegar frammistaðan er hjá henni eins og var í dag þá er bara ekki hægt að halda því fram að allt sé rétt og satt sem hún segir.
Henni var ráðlagt það af einum bónda í dag í góðvild, engin hæðni, að hún þyrfti að hætta að vera með þessar stóru yfirlýsingar sem hún er alltaf með og hefur engin rök til að styðja sitt mál. Ég vil meina að hún ætti að taka mark á því ráði og fara eftir því, þá kannski fær hún aftur þá virðingu sem hún áður hafði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.