Korter fyrir kosningar.

Skemmtilegt máltæki það Smile

Nú eru stjórnvöld mikið skömmuð fyrir það að vera að gera marga góða hluti "korteri fyrir kosningar", að nú eigi að kaupa atkvæði kjósenda og það ekki ódýru verði.

Mig langar að pæla aðeins í annari hlið á þessu máli, burt séð frá því hverjir eru í stjórn og hvar ég stend í pólitík.

Eðli mannsins er með þeim hætti að hann gerir sífelldar kröfur um bætur, skiptir engu máli hversu gott hann hefur það. Maður sem hefur 100 þús í mánaðarlaun er náttúrulega ekki sáttur við það en ef hann hækkar um 100% í launum þá er það fínt í einhvern tíma en svo vilja menn meira.

Þetta eðli er af hinu góða og gerir það að verkum að við erum alltaf að leitast við að bæta samfélag okkar.

Setjum sem svo, bara dæmi, að VG næði hreinum meiri hluta í næstu kosningum. Þeir hafa bent á marga brotalömina í stjórn núverandi stjórnar að þeirra mati og vilja breyta mörgu. Setjum sem svo að því öllu væri hægt að breyta strax næsta sumar en það kostaði það mikið að það væri ekki hægt að bæta margt í viðbót restina af kjörtímabilinu og kannski væri vanþörf á þar sem allt væri orðið svo gott.

EN! Þá kemur að þessu eðli mannsins. Hann væri ekkert sáttur við það að ekkert eða lítið lagaðist þessi ár, sama hversu gott hann hefði það fyrir, og væri löngu búinn að gleyma þeim góðu verkum sem gerð voru í upphafi kjörtímabilsins.

Það sem ég er semsagt að reyna að velta fyrir mér er, þó að ríkisstjórn komi mörgum góðum verkum í gegn "korteri fyrir kosningar" er það endilega eingöngu ætlaði til þess að ná í atkvæði, eða hefur stjórnin alltaf haft löngun til að gera þetta en viljað fá þakkirnar og þess vegna látið verkin tala á þessum tímapunkti?

Spyr sá sem ekki veit Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband