27.1.2007 | 00:35
Hvernig virkar flokkalýðræði?
Hingað til hef ég alltaf haldið að flokkalýðræði virkaði þannig að flokkar mynduðust um einhverja stefnur. Hver og einn flokkur hefði sína sýn á það hvernig þjóðfélagið ætti að virka og hvað þyrfti að gera til þess að svo mætti verða.
Samfylkingin hefur tekið allt annan pól í hæðina. Fólk innan hennar auglýsir hana sem lýðræðislegan flokk þar sem að meirihluti (virðist vera meirhluti landsmanna en ekki flokksmeðlima) ráði hverju sinni. Það veldur því að flestum virðist hún vera stefnulaust rekald sem fylgir eingöngu nýjustu skoðanakönnunum.
Er það það sem kjósendur vilja? Að flokkar hætti að mynda sér fasta stefnu til að fara eftir?
Það virðist ekki vera ef marka má skoðanakannanir. Flokkarnir tveir sem fylgja einhverri raunverulegri stefnu gengur vel í skoðanakönnunum. Sjálfstæðisflokkur mælist sem lang stærsti flokkur landsins og vg sækir ört á með hverri skoðanakönnuninni á kostnað, að því er virðist, samfylkingarinnar.
Þegar stofnaður er flokkur bara til þess að stofnaður sé flokkur er ekki mikils að vænta, allavega ekki til lengri tíma, dæmi: samfylkingin. Hins vegar ef nokkrar persónur koma saman og stofna flokk um einhver viss málefni eða vissa stefnu er ekki ólíklegt að þær persónur verði fljótar að finna fólk í þjóðfélaginu sem hugsar á svipuðum nótum og flokkur þeirra væri líklegri til að vaxa, dæmi: VG.
Samfylkingarfólk virðist reyndar hafa komist að sömu niðurstöðu og ég þar sem að nú er reynt að sýna þjóðinni fram á að samfylkingin hafi mikla og góða stefnu. Erfitt hefur verið enn sem komið er að koma þjóðinni í skilning um það en enn eru nokkrir mánuðir til stefnu fram að kosningum. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur þangað til
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.