Verð ég brenndur?

Alltaf gaman að kíkja á síðuna hjá Hrafni Jökulssyni, alltaf með nýjustu fréttirnar og skemmtilega fróðleiksmola að maður tali nú ekki um að þar getur maður fylgst með skák í beinni þar sem tveir af okkar bestu skákmönnum bítast af kappi Wink.

Einn fróðleiksmolinn á síðunni hjá honum sem ég las í morgun var um Halldór Finnbogason sem dæmdur var til dauða og var brenndur á báli fyrir að snúa faðir vorinu og fleiru svipuðu upp á djöfulinn.

Þegar ég las þetta sá ég að ég mætti teljast nokkuð heppinn fyrir að hljóta ekki sömu örlög fyrir nokkrum árum þar sem að ég gerðist sekur um svipað athæfi.

Það var á þeim tímum þegar Persaflóastríðið stóð sem hæst. Ég bjó enn hjá móður minni á Akranesi. Hún hafði farið út á land að vinna svo ég var einn heima í einhverjar vikur.

Bönkuðu þá upp á hjá mér tveir trúboðar úr söfnuði votta jehóva og vildu fá að reyna að frelsa mig og þar sem ég hafði og hef mikið gaman af því að rökræða trúmál þá bauð ég þeim inn.

Þeir heimsóttu mig nokkrum sinnum og boðuðu það, eins og danski presturinn er að gera í dag, að dómsdagur væri í nánd og hver færi að vera síðastur til að frelsast og öðlast eilífa vist í paradís. Þeir fræddu mig einnig á því að drottinn hefði gefið skrattanum umboð til að stjórna jörðinni í nokkrar aldir til að sýna honum fram á að hann gæti það ekki. Núna væri komið að því að sá reynslutími væri upp urinn.

Eitt skiptið er þeir komu þá reyndu þeir að selja mér bók sem skýrði þetta sem þeir voru að boða og vildi ég ekkert af þeim kaupa nema ég fengi fyrst að lesa bókina og varð það úr að þeir skildu bókina eftir hjá mér til lesningar og boðuðu komu sína nokkrum dögum seinna og myndu þeir þá fara fram á að fá annað hvort bókina aftur eða einhverja aura fyrir hana.

Þegar þeir komu aftur þá hafði ég lesið bókina samviskusamlega og þegar þeir spurðu hvernig mér litist á, þá tjáði ég þeim það að eftir lesturinn hefði ég sannfærst um það að skrattinn hefði skrifað Biblíuna. Eðlilega varð þeim nokkuð um þessa fullyrðingu mína og vildu fá frekar rök fyrir þessari niðurstöðu minni. Tjáði ég þeim þá að þeir hefðu  sagt mér að Guð væri góður og sanngjarn og mér þætti ekkert sanngjarnt við það að gefa skrattanum færi á að stjórna jörðinni en gera svo allt til þess að eyðileggja fyrir honum t.d. með því að reka áróður gegn honum allan reynslutímann.

Bentu þeir mér góðfúslega á það að skrattinn væri lygari og sannað væri að margt væri satt í Biblíunni og því engin ástæða til að efast um annað sem í henni stæði en ekki væri hægt að sanna með beinum hætti. Spurði ég þá að því hvort þeir teldu skrattann ekki vera "góðan" lygara og undirförulann og töldu þeir svo vera. Benti ég þeim þá á það að bestu lygararnir segðu satt svo lengi sem hægt væri að sanna mál þeirra en svo lygju þeir restinni.

Þessi rök hjá mér féllu vægast sagt ekki í góðan jarðveg. Mennirnir tveir þustu báðir á dyr og hafa ekki sést síðan en bókin varð eftir á borðinu hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

sko þú verður settur á bálið......hehehe kem með

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

hehehe  hef svipaða sögu að segja af samskiptum við Votta Jehova  en þeir vöndu komur sínar að mínum dyrum og held ég að ástæðan hafi verið að ég gaf mér alltaf tíma í rökræður við þá. en eitt skiptið er þeir mættu á dyrnar með sína bæklinga þróuðust samræður yfir í spádóma biblíunnar og þá leist þeim ekki  mikið á það sem ég hafði fram að færa og þótti þeim óþægilegt hvað vitneskja mín úr bíblunni um þau mál voru "góð" Og eftir rúmlega klukkutíma "spjall" hurgu þeir og hafa ekki heimsótt mig síðan heheheheh

Guðmundur H. Bragason, 27.1.2007 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband