25.1.2007 | 22:34
Frjálslyndir
Mikið stuð virðist ætla að verða hjá frjálslyndum um helgina. Frjálslyndið virðist nú helst felast í því að hafa frelsi til að nýða flokksfélagana, frelsi til að rífast eins og smábörn, frelsi til að fara í fýlu og ganga í annan flokk ef menn gera ekki eins og maður vill.
Mér þótti það góðar fréttir þegar Margrét Sverrisdóttir tilkynnti að hún ætlaði að bjóða sig fram í varaformannsembætti flokksins og þótti óskaplega eðlilegt að hún hugsaði sig um að bjóða sig í formanninn eftir að núverandi formaður upplýsti alþjóð um það í Kastljósþætti að hann væri ekki viss um að geta starfað með henni ef hún inni.
Nú held ég hinsvegar að Margrét sé að grafa sína pólitísku gröf. Er að gefa því undir fótinn að hún fari í fýlu og flytji sig til einhverra andstæðinganna ef hún nær ekki kjöri. Í fyrsta lagi hlýtur það að draga úr möguleikum hennar til sigurs ef hún sýnir félögum sínum í flokknum ekki meiri trúmennsku en þetta og í öðru lagi hefur það yfirleitt ekki aukið vinsældir pólitíkusa ef þeir skipta um flokka í hvert skipti sem þeir fara í fýlu.
Svo er nú líka spennandi að fylgjast með tilvonandi framboði ellilífeyrisfélaga og öryrkja. Greinilega sama sagan þar eins og í mörgum öðrum flokkum sem stofnaðir eru um góð málefni. Krossferðin snýst upp í valdabaráttu nokkura einstaklinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Já er það ekki skrýtið hvað þau eru ÖLL eitthvað svo óklók í þessari forystu.
Haukur Nikulásson, 26.1.2007 kl. 01:10
já mikið er ég sammála, ótrúlega oft þegar maður fær trú á ákveðnum stjórnmálamönnum tekst þeim að eyðileggja það, t.d. eins og Ingibjörg Sólrún á sínum tíma, þetta var manneskja sem ég treysti og hlakkaði til að fylgjast með en nei nei hún eyðilagði það í einni setningu. Við erum í skólanum að tala um valkvölina milli valds og vaxtar og mér sýnist að það eigi miklu meira við í stjórnmálum heldur en viðskiptafræði, þar berjast allir um völd til að ná vexti en hverfa oft í staðin....bara púúúffff...
Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.1.2007 kl. 08:14
Því minni sem flokkar eru, því meiri líkur á klofningi.
En þú átt leikinn, Ágúst minn. Sé ekki betur en ég sé í vondum málum...
Hrafn Jökulsson, 26.1.2007 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.