Skammt stórra högga á milli

Ýmislegt hefur gerst í pólitíkinni í dag. Fyrrverandi samfylkingamaður kominn í frjálslynda flokkinn, sjálfstæðismenn ákveða að halda Árna Johnsen inn á listanum hjá sér og birt voru úrslit í prófkjöri framsóknarmanna á Suðurlandi og í framhaldi af því lísir þingflokksformaður framsóknar yfir brotthvarfi sínu úr stjórnmálum.

Það var töluverður áróður fyrir því að fella Guðna landbúnaðarráðherra Ágústsson úr fyrsta sæti listans. Fannst mér þeir sem stóðu fyrir þeim áróðri vera óþarflega örvæntingafullir því þó ég sé kannski ekki mikill Guðna maður þá er nú ekki sama hvað kemur í staðinn og ekki leist mér á að fá Hjálmar Árnason. Ekki það að mér komi það mikið við, er ekki framsóknarmaður og stefni ekki að því að kjósa þann flokk en ég er þó sunnlendingur svo mér kemur það aðeins við EF framsókn kemur inn manni hér.

Samfylkingin heldur áfram að falla í skoðanakönnunum. Það mun hún halda áfram að gera á meðan hún kennir öðrum flokkum um hvernig er komið fyrir henni. Ef samfylkingarfólk fer ekki í það af krafti næstu daga að gera eitthvað í sínum málum næstu daga mun fara verulega illa fyrir henni í næstu kosningum. Eina sem ég held að geti gert henni gott væri að Ingibjörg Sólrún segði af sér og nýtt fólk tæki við. Fólk sem hefur verið sjálfum sér samkvæmt síðustu misseri og fólk geti treyst. Ég ætla nú samt að leyfa mér að veðja á að hinir flokkarnir allir verði það heppnir að Ingibjörg Sólrún segi ekki af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband