Séð með augum leikmannsins

Ekki virðist nóg með að kosningabaráttan sé byrjuð heldur virðast vera farnar af stað þreifingar varðandi stjórnarmyndun eftir næstu kosningar. Vinstri Græn og Samfylkingin virðast sérstaklega vera farin að bítast um að komast í bólið hjá sjálfstæðismönnum. Finnst það nú svolítið fárnánlegt þegar svo er komið, þar sem að ég hef alltaf litið á að sjálfstæðismenn væru svona mest til hægri af þeim flokkum sem nú eru við líði þó að það sé kannski of mikið að kalla hann "hægri flokk" en klárlega eru VG vinstri flokkur í mínum huga og þar af leiðandi þeir helstu sem hægt væri að kjósa ef fólk aðhyllist ekki stefnu sjálfstæðismanna.

Samfylkingin hins vegar hefur alltaf auglýst sig sem helsta mótvægið við sjálfstæðisflokkinn og stefndi að því að verða stærsti jafnaðarmannflokkur landsins en er nú orðinn einn af litlu flokkunum sem veit ekki einu sinni sjálf lengur hvar hún stendur, er greinilega tilbúin að fórna öllu til að komast í stjórn, er með engin stefnumál sem hægt er að treysta þar sem hún gæti verið búin að skipta oft um skoðun fyrir morgundaginn.

Persónulega þætti mér gæfulegast ef sjálfstæðismenn og vinstri grænir gætu komið sér saman um málefnasamning og myndað næstu ríkisstjórn. Þar eru tveir flokkar sem helst er hægt að treysta (þó ég aðhyllist ekki stefnu VG). Þessir tveir flokkar hafa þó skýra stefnu í flestum málum þó ólíkar séu sem gæti valdið því að þeir ættu erfitt með komast að samkomulagi.

Samfylkingin hins vegar viriðst mynda sína stefnu mest eftir skoðanakönnunum og kann það aldrei góðri lukku að stýra. Þau kalla það reyndar "lýðræði" en það er ekki lýðræði þegar fólk kýs flokk vegna einhverja málefna sem eru svo gleymd eftir stuttan tíma og stefnubílnum er snúið við með snöggri handbremsubeygju í 180°.

Framsóknarflokkurinn er gjörsamlega stefnulaus líka. En hann fer reyndar ekki mikið eftir skoðanakönnunum hverju sinni heldur fara hans "stefnumál" eftir því hverjir vilja vera með honum í stjórn. Það er svo sem ekkert slæmt við að hafa uppfyllingarefni af þeim toga en gáfulegra finnst mér þó að kjósa þá bara annað hvort sjálfstæðismenn eða vinstri græn. Það kemur í raun hér um bil í sama stað niður að skila auðu eins og að kjósa framsókn.

Frjálslyndir virðast eiga í einhverju erfiðleikum að finna sér stöðu í íslenskri pólitík. Eins og er eru þeir bara þarna og helsta athyglin sem þeir fá er vegna deilna innan flokksins. Þeir eru enn að rífast um hver stefna flokksins eigi að vera í hinum ýmsu málum og hverjir megi starfa innan hans.

Niðurstaðan er semsagt sú að ef þú vilt að atkvæði þitt sé einhvers virði, þá kýstu annað hvort sjálfstæðisflokkinn eða vinstri græn eftir því hvora stefnuna þú aðhyllist frekar. Ef þú ert hins vegar fjárhættuspilari í eðli þínu þá krossar þú við einhvern hinna flokkana og sérð svo til eftir kosningarnar hvort þú hafir dottið í lukkupottinn Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvitt

Ólafur fannberg, 15.1.2007 kl. 13:13

2 identicon

Thegar eg reyni ad lesa um politik se eg bara, blablabla blablabla

Nanna (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband