14.1.2007 | 17:16
Friðun og þróun
Nú hefur það verið í tísku að friða allt og alla síðustu misseri. Ekki það að ég ætli að fara að finna að því beinlínis þó að mér þyki víða komið út í öfgar í þeim efnum heldur langar mig að velta upp einni spurningu.
Getur friðun gengið það langt að hún heftir þróun?
Æ fleiri kjósa að líta á sig sem gesti á þessari jörð en ekki hluti af náttúrunni og þróuninni. Öll lifandi dýr hafa áhrif á þróuninna með einum eða öðrum hætti og get ég ekki séð afhverju að við mannfólkið megum það ekki líka. Er ég þá ekki að meina að við megum menga eins og við viljum heldur það að okkur hlýtur að vera leifilegt að búa okkur eins góðar aðstæður til áframhaldandi lífs eins og okkur er kostur. Það getur t.d. kostað ný stöðuvötn hér og þar.
Eins er keppst við að vernda allar þær dýrategundir sem eru að deyja út. Er það rétt af okkur að hafa slík áhrif á þróunina. Ég skal alveg viðurkenna það að ég myndi sjá eftir flestum þeim dýrategundum sem lifa hér á jörðinni ef þær myndu deyja út en ef við tökum t.d. ísbjörninn sem dæmi.
Nú er ísinn á norðurskauti jarðar að minnka hraðar en hann hefur gert um langann tíma og er því spáð að þess verði ekki lengi að bíða að ísbjörninn deyji út af þeim völdum. Ef það gerist mun það hafa töluverð áhrif á annað dýralíf á þessum slóðum. Efast t.d. að fiskurinn og selurinn myndu þakka okkur það mikið að reyna að halda lífi í bjössa eða þau rándýr sem eru í samkeppni við hann.
Löngu áður en maðurinn kom til dóu dýrategundir út og nýjar komu í staðinn. Það er eitthvað sem á eftir að halda áfram um ókomna tíð nema ef maðurinn verður það voldugur að hann geti verndað allar dýrategundir sem lifa í dag. Ef svo verður, hvað verður þá um þróunina? Munu nýjar dýrategundir koma fram? Verður einfaldlega nóg pláss bæði fyrir þær sem fyrir eru og þær sem gætu orðið til?
Hjartað í mér segir mér að það eigi að halda lífi í ísbirninum og það eru margir staðir til sem ég vil friða en það er þetta með spurninguna sem ég spurði hér áðan.
Getur friðun gengið það langt að hún heftir þróun?
Læt ykkur um að reyna að svara henni :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.