Íslenskur landbúnaður í bómullarhnoðra

Hvers vegna þarf íslenskur landbúnaður að vera í bómullarhnoðra var spurt hér í athugasemd við fyrra blogg.

Sjálfstæði hverrar þjóðar er fólgið því að hún geti sjálf fætt og klætt þegna sína og sérstaklega er það þíðingar mikið þegar þjóðin býr á eyju lengst norður í ballarhafi.

Það vill gleymast á góðum tímum eins og þeim sem við lifum á í dag að fólk hefur ekki alltaf haft það svo gott sem nú og mun ekki alltaf gera það.

Við sáum bara hvað gerðist þegar ráðist var á þrjú hús í USA hinn fræga 11. sept. Öll umferð í lofti var bönnuð yfir Bandaríkjunum og á Antlandshafi. Hvað yrði gert ef Bandaríkin lentu í "alvöru" stríði.

Það þarf ekkert mjög mikið að gerast til þess að heimur versnandi fari og íslendingar ættu allt sitt undir því að að geta brauðfætt sig sjálfir. Þá er eins gott að kunna til verka við að koma fiski að landi og nýta auðlindir landsins.

Ef tollar yrðu allir felldir niður á landbúnaðarvörum og frjáls innflutningur yrði þá myndi íslenskur landbúnaður stórlega dragast saman og kannski leggjast af. Ástæðan fyrir því er sú að mikið dýrara er að stunda landbúnað á norður hjara veraldar miðað við suðlægari lönd.

Ef við tökum t.d. Nýja-Sjáland sem viðmið. Þar á bóndinn eitt fjórhjól til að reka kýrnar heim, þar eru kýrnar á beit allt árið svo ekkert þarf að heyja fyrir þær og þær fá nánast ekkert aðkeypt fóður. Einu gripahúsin sem kúabóndi þar þarf er skýli yfir mjaltabásinn. Við þetta getum við aldrei keppt í verði.

Af því að það var nefnt í áðurnefndri athugasemd að það væri hagfræðilega hagkvæmt að aflétta tollum af landbúnaðarafurðum. Það er ekki hagkvæmt að flytja allt það fjármagn sem við höfum út fyrir landsteinanna. Hver króna sem kemur inn í landið þarf að ferðast um hendur sem flestra áður en hún fer út aftur.

Tökum dæmi rithöfund sem selur bókina sína út til Danmerkur. Hann fær vonandi nokkrar krónur í staðinn. Með þær fer hann út í verslun og kaupir sér mjólk. Þar styrkir hann afgreiðslu manninn í starfi, kaupmanninn, lögmenn kaupmannsins, mjólkurbúið og þá sem þar starfa, mjólkurbílstjórann, bóndann, þá sem flytja inn áburð og heyvinnutæki og svo mætti lengi telja. Þeir síðast nefndu flytja síðan krónuna út. Ef þessi sami rithöfundur keypti erlenda mjólk yrði listinn ekki nærri eins langur hér á landi yfir þá sem krónann ylti um hendur á og hagfræðilega kemur það sér mjög illa fyrir landann.

Semsagt, trygging fyrir sjálfstæði, halda við starfskunnáttu og hagfræðileg sjónarmið gera það að verkum að tollar á landbúnaðarafurðum ættu að vera við líði eitthvað enn ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nenni ekki að tjá mig en er að kvitta!

Ólína Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 19:37

2 identicon

sammála Ólínu :)

gunna (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband