10.1.2007 | 23:45
Bölvaðar landbúnaðarvörurnar
Enn er það í fréttum að landbúnaðarvörurnar séu að halda vöruverði uppi, það hátt að vöruverð hér er yfir 60% hærra en það er að meðaltali í Evrópu. Lausnin er auðvitað sú að fella niður tolla af erlendum landbúnaðarvörum til að neyða verðið á þeim íslensku niður.
En skoðum málið aðeins nánar.
Í fyrsta lagi þá er munur á landbúnaðarvörum hér á landi og erlendis ekki meiri en á mörgum öðrum vörum, bæði innlendum og innfluttum og þó að hluti af innfluttu vörunum séu tollfrjálsar.
Í öðru lagi er afskaplega lítill hluti launa íslendinga sem fer í það að kaupa íslenskar landbúnaðarvörur. Niðurfelling tolla hefði þar af leiðandi lítil áhrif á hag heimilanna í landinu nema hvað þá helst kannski fyrir það að fjöldi fólks sem vinnur við landbúnað bæði beint og óbeint missir vinnuna. Þá er ég ekki að reyna að halda því endilega fram að landbúnaður leggðist af hér á landi heldur að hann myndi klárlega dragast mikið saman.
Í þriðja lagi þá er það alls ekki tollum á landbúnaðarvörum að kenna hvað vöruverð er hátt hér á landi. Það sem veldur er fyrst og fremst mikil velsæld, mikill kaupmáttur og lítið atvinnuleysi. Þegar við höfum þetta mikla peninga á milli handanna þá hækkar allt í verði t.d. húsnæði og vinnuafl sem hefur bein áhrif á vöruverð þar sem að kaupmenn þurfa bæði húsnæði undir reksturinn og fólk í tilfallandi störf. Eins veldur þessi velsæld meiri eyðslu og til að stemma stigu við því hækka bankarnir vextina sem veldur því aftur að allt annað hækkar.
Viljum við skipta á lægra vöruverði annars vegar og svo minni kaupmætti og meiri atvinnuleysi hins vegar. Kannski er það bara vegna þess að ég er bóndi en ég segi nei takk.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Það er bara svo gott að hafa einn blóraböggul og benda alltaf á hann :)
Nei en hins vegar skil ég ekki þessa tímaskekkju að vera með verndartolla á landbúnaðarvörum. Þeir sem verja þá segja fullum fetum að við þurfum ekkert að versla aðrar landbúnaðarvörur en þær íslensku enda séu þær með því besta sem völ er á. Hvernig væri að leyfa markaðnum að ráða því og velja hvað hann kaupir? Í hagfræðilegu tilliti leiðir alltaf slík höft til óhagræðis enda fyrir löngu ljóst fyrir hugsandi fólk að markaðurinn á að hafa lokaorðið hvað keypt er og hvað ekki. Þessi forræðishyggja og bómullargeymsla á okkar landbúnaði er gjörsamlega úr tímanna takti og með ólíkindum að slík stefna skuli ennþá vera við lýði árið 2007.
Af hverju geta bændur ekki séð um sig sjálfir eins og hinir markaðirnir? Er það vegna þess að litli bóndinn blundar svo sterkt í okkar meðvitund og að við erum öll komin af bændum hér á landi?
Ég gleymi því aldrei þegar ég vann í verslun fyrr á árum og skrifað var undir nýja kjarasamninga. Blekið var varla þornað þegar við í versluninni fengum tilkynningar um töluverðar verðhækkanir á mjólkurvörum. Þar fauk góður partur af kjarabótunum sem fólk berst í bökkum fyrir. Ekki segja mér að fyrirtæki sem eru í bullandi samkeppni geti leyft sér slíkar aðgerðir.
Station (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.